Grétar keppir í Madeira með freyðandi kokteil

Drykkir | 1. nóvember 2024

Grétar keppir í Madeira með freyðandi kokteil

Þessa dagana stendur yfir heimsmeistaramót í kokteilagerð sem haldið er á eyjunni Madeira í höfuðborginni Funchal. Mótið hófst í gær, þann 31. október og stendur 3. nóvember næstkomandi. Fulltrúi Íslands í keppninni er Grétar Matthíasson Íslandsmeistari í kokteilagerð og hóf hann keppni í dag.

Grétar keppir í Madeira með freyðandi kokteil

Drykkir | 1. nóvember 2024

Grétar Matthíasson keppir á heimsmeistarmóti í kokteilagerð í Madeira. Hér …
Grétar Matthíasson keppir á heimsmeistarmóti í kokteilagerð í Madeira. Hér leikur hann listir sínar á sviðinu og blandar sinn freyðandi kokteil. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Þessa dagana stendur yfir heimsmeistaramót í kokteilagerð sem haldið er á eyjunni Madeira í höfuðborginni Funchal. Mótið hófst í gær, þann 31. október og stendur 3. nóvember næstkomandi. Fulltrúi Íslands í keppninni er Grétar Matthíasson Íslandsmeistari í kokteilagerð og hóf hann keppni í dag.

Þessa dagana stendur yfir heimsmeistaramót í kokteilagerð sem haldið er á eyjunni Madeira í höfuðborginni Funchal. Mótið hófst í gær, þann 31. október og stendur 3. nóvember næstkomandi. Fulltrúi Íslands í keppninni er Grétar Matthíasson Íslandsmeistari í kokteilagerð og hóf hann keppni í dag.

Hér er um að ræða virðulegt mót sem haldið er af Alþjóðasambandi barþjóna (IBA) og er styrkt af portúgalska barþjónasambandinu, með sérstakri aðstoð frá Madeira Barþjónaklúbbnum, ferðaþjónustu og borgarstjórn Funchal. Savoy Palace Hotel er aðalvöllur mótsins og þar hafa safnast saman barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum.

Grétar keppir í flokknum Freyðandi kokteill

„Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku,“ segir Ómar Vilhelmsson stjórnarmaður frá Barþjónaklúbb Íslands.

„Íslenski hópurinn sem samanstendur af 14 manns mætti á þessa fögru eyju á þriðjudaginn síðastliðinn og hófst keppnin í dag, föstudag.“

Fulltrúi Íslands Grétar, keppti í dag með drykkinn sinn The Volvo í flokknum sem ber heitið Freyðandi kokteill. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og freyðivíni.

Grétar er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila fyrir tæplega tíu árum eða þegar hann fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistaramótinu í kokteilagerð í fyrst sinn.

Grétar með öflugum stuðningsmannahóp sínum sem mættur er til að …
Grétar með öflugum stuðningsmannahóp sínum sem mættur er til að hvetja hann til dáða. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Tileinkar frænda sínum drykkinn

„Ég tók þátt fyrsta skipti með kokteil í freyðivínskeppni og núna er ég aftur að keppa í freyðivínsflokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna á Íslandsmeistaramótinu og  í framhaldi þjálfa upp þann keppanda sem ætlar sér að fara áfram á þessari braut næstu árin. Sem vill ná eins langt og ég hef gert en að sjálfsögðu ætla ég mér að vinna í ár,“ segir Grétar sposkur á svip.

Gullfallegur kokteill hjá Grétari.
Gullfallegur kokteill hjá Grétari. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

„Eins og fram hefur komið er ég að keppa um besta freyðavínskokteilinn í núverandi keppni og ber drykkurinn minn nafnið The Volvo. Drykkurinn er tileinkað frænda mínum Þránni sem var einnig í barþjónaklúbbnum og keppti meðal annars heimsmeistaramóti barþjóna en hann lést fyrr á þessu ári. Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í fimmtán manna úrslit og í ár ætla ég mér að komast þangað aftur og síðan upp í þriggja manna úrslit og vinna að sjálfsögðu keppnina. Markmiðið er að koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum sigurreifur.

Úrslitin verða kunngerð um helgina og verða birt á Matarvef mbl.is

Hægt er að fylgjast með keppninni á Instagramsíðu Barþjónaklúbbsins hér og á Facebooksíðu klúbbsins hér.

Mikil stemning er meðal stuðningsmanna.
Mikil stemning er meðal stuðningsmanna. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
mbl.is