Lopez: „Ekki bara íbúar Púertó Ríkó sem móðguðust“

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Lopez: „Ekki bara íbúar Púertó Ríkó sem móðguðust“

Söngkonan Jennifer Lopez flutti ræðu á kosningafundi Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í borginni Las Vegas þar sem hún fordæmdi ummæli stuðningsmanns Donalds Trumps um að Púertó Ríkó væri „fljótandi rusleyja á hafi úti“.

Lopez: „Ekki bara íbúar Púertó Ríkó sem móðguðust“

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Jennifer Lopez á kosningafundinum í gær.
Jennifer Lopez á kosningafundinum í gær. AFP/Ethan Miller

Söngkonan Jennifer Lopez flutti ræðu á kosningafundi Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í borginni Las Vegas þar sem hún fordæmdi ummæli stuðningsmanns Donalds Trumps um að Púertó Ríkó væri „fljótandi rusleyja á hafi úti“.

Söngkonan Jennifer Lopez flutti ræðu á kosningafundi Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í borginni Las Vegas þar sem hún fordæmdi ummæli stuðningsmanns Donalds Trumps um að Púertó Ríkó væri „fljótandi rusleyja á hafi úti“.

„Það voru ekki bara íbúar Púertó Ríkó sem móðguðust þennan dag. Það var allt fólk af rómönskum uppruna í þessu landi,” sagði Lopez.

Í ræðu sinni sagðist hún vera stödd á mikilvægasta sviðinu á ferli sínum og bætti við að hún trúði á „kraft fólks af rómönskum uppruna“. Hún sagðist trúa á kraft kvenna og nefndi að þær gætu skipt sköpum í kosningunum.

Lopez og Kamala Harris.
Lopez og Kamala Harris. AFP/Ethan Miller

Eitt af sjö sveifluríkjum

Fjórðungur íbúa í Nevada-ríki er af rómönskum uppruna og geta atkvæði þeirra því haft mikið að segja í kosningunum. Nevada er eitt af sjö sveifluríkjum sem munu skera úr um niðurstöðu kosninganna. Árið 2020 vann Joe Biden Bandaríkjaforseti í ríkinu með 33.500 atkvæðum umfram mótframbjóðanda sinn Trump, að því er BBC greindi frá.

mbl.is