Orkuskortur blasir við og smásöluverð á uppleið

ViðskiptaMogginn - Kjarnagreinar | 1. nóvember 2024

Orkuskortur blasir við og smásöluverð á uppleið

Líklegt er að orkuverð á smásölumarkaði hækki nokkuð á næstu árum. Þetta segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Orkuskortur blasir við og smásöluverð á uppleið

ViðskiptaMogginn - Kjarnagreinar | 1. nóvember 2024

Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.
Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tölvumynd/Landsvirkjun

Líklegt er að orkuverð á smásölumarkaði hækki nokkuð á næstu árum. Þetta segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Líklegt er að orkuverð á smásölumarkaði hækki nokkuð á næstu árum. Þetta segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

„Ég tel afar ólíklegt að við munum sjá viðlíka hækkanir og urðu í Evrópu á árunum 2022 og 2023 en orkuverð á smásölumarkaði hér á landi mun að öllum líkindum hækka,“ segir Þórður.

Greint var frá því í ViðskiptaMogganum í vikunni að meðalheildsöluverð fyrir raforku sem verður afhent á næsta ári væri töluvert hærra en fyrir þetta ár.

Merkjanleg áhrif á verðbólgu til skemmri tíma ólíkleg

Sérfræðingur sem ViðskiptaMogginn ræddi við í tengslum við umfjöllun sem birtist á miðvikudag sagði að veruleg óvissa ríkti um hvort og þá á hvaða verði raforka fyrir næstu misseri yrði til sölu í vetur, eftir að söluframboð svo gott sem þurrkaðist upp í síðustu tveimur stóru mánaðarlegu uppboðum íslenska raforkumarkaðarins Vonarskarðs.

Sá sérfræðingur sagði að búast mætti við töluverðum verðhækkunum á smásölumarkaði miðað við fyrirliggjandi tölur. Á vefsvæði Vonarskarðs má sjá að boðið söluverð raforku fyrir desember, sem dæmi, hækkaði um hátt í 40% frá uppboði síðasta mánaðar.

Þórður segir þó ólíklegt að staðan muni hafa merkjanleg áhrif á verðbólgu til skemmri tíma.

„Raforka á Íslandi er ódýr og orkukostnaður er lágur sem hlutfall af heildarútgjöldum heimila. Þessi staða mun því ekki hafa merkjanleg áhrif á verðbólgu til skamms tíma en gæti gert það til lengdar að óbreyttu,“ segir Þórður.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið greina í heild sinni í blaði dagsins.

mbl.is