Stuðningsmaður Harris: „Ég er stressaður“

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Stuðningsmaður Harris: „Ég er stressaður“

Ryan Albert, íbúi í Arlington í Virginíu, styður Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, og hann er með skilti í garðinum til að sanna það.

Stuðningsmaður Harris: „Ég er stressaður“

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Hjónin sátu á veröndinni í rólegheitum.
Hjónin sátu á veröndinni í rólegheitum. mbl.is/Hermann

Ryan Albert, íbúi í Arlington í Virginíu, styður Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, og hann er með skilti í garðinum til að sanna það.

Ryan Albert, íbúi í Arlington í Virginíu, styður Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, og hann er með skilti í garðinum til að sanna það.

Albert sat á veröndinni með eiginkonu sinni er blaðamaður bar að garði. Í kringum kosningarnar eru fjölmargir stuðningsmenn beggja frambjóðenda með stuðningsskilti í görðum sínum og er Albert þar engin undantekning. Hann var meira en til í að ræða um stuðning sinn við Harris.

„Þau trúa ótrúlegustu hlutum“

Af hverju ætlar þú að kjósa Harris?

„Vegna þess að ég tel hana vera langbesta frambjóðandann, mér finnst hún vera með góð stefnumál og hún lítur ekki fram hjá staðreyndum og sannleikanum eins og hinn frambjóðandinn [Donald Trump].“

Þau voru búin að skreyta vegna hrekkjavökunnar.
Þau voru búin að skreyta vegna hrekkjavökunnar. mbl.is/Hermann

Spurður af hverju hann telji að frambjóðandi eins og Trump fái svo mikinn hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna þá segir Albert að það sé meðal annars vegna upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum.

„Ég held að því miður á þessum tímum þá sé auðvelt að ljúga að fólki. Þú sérð hluti eins og samfélagsmiðla, þar sem fólk sér ýmsar fullyrðingar aftur og aftur og það telur að það sé satt því því það sér þetta ítrekað. Þau gefa sér ekki tíma til að skoða málin til hlítar og þau trúa ótrúlegustu hlutum.“

Yrði slæmt fyrir bandamenn

Ertu hræddur um að Trump sigri?

„Já, ég held að það sé sanngjarnt að orða það þannig. Ég er stressaður. Ég held að það yrði slæmt fyrir okkar þjóð og bandamenn okkar,“ segir Albert.

mbl.is