Þungunarrof í brennidepli

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Þungunarrof í brennidepli

Aðgengi að þungunarrofi er orðið að stóru kosningamáli vestanhafs. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis en þetta má rekja til niðurstöðu hæstaréttar.

Þungunarrof í brennidepli

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 1. nóvember 2024

Aðgengi að þungunarrofi er orðið að stóru kosningamáli vestanhafs. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis en þetta má rekja til niðurstöðu hæstaréttar.

Aðgengi að þungunarrofi er orðið að stóru kosningamáli vestanhafs. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis en þetta má rekja til niðurstöðu hæstaréttar.

Samkvæmt flestum mælingum þá er þungunarrof þriðja mikilvægasta málið fyrir kjósendur í komandi forsetakosningum á þriðjudag.

Þá treysta fleiri Bandaríkjamenn Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, fyrir málaflokknum heldur en Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana.

Ríkin ákveða eigin löggjöf

Árið 2022 komst hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin tryggði ekki rétt til þungunarrofs.

Þar af leiðandi varð það ríkjanna að ákveða hvernig löggjöf í málaflokknum ætti að verða.

Kamala Harris hefur talað fyrir því að lögfesta aðgengi að þungunarrofi á landsvísu, þó það sé hæpið að hún fengi meirihluta í öldungadeildinni til að samþykkja slík lög. 

Hyggst ekki banna fóstureyðingar 

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur sagt að hann muni ekki banna þungunarrof á landsvísu heldur leyfa hverju og einu ríki að ákveða löggjöfina eins og það er nú þegar. 

Einn óvissuþáttur fyrir komandi kosningar er hversu miklu máli þetta skiptir kjósendur. 

Demókratar vonast til þess að konur skili sér í ríkum mæli á kjörstað og velji Harris á sama tíma og repúblikanar vonast til þess að efnahagsmál og útlendingamál vegi þyngra við ákvarðanatöku kjósenda. 

mbl.is