Barist um völdin á Bandaríkjaþingi

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 2. nóvember 2024

Barist um völdin á Bandaríkjaþingi

Þó að flestir séu að fylgjast með forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag þá er einnig verið að kjósa í öll sæti í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. 

Barist um völdin á Bandaríkjaþingi

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 2. nóvember 2024

Þó að flestir séu að fylgjast með forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag þá er einnig verið að kjósa í öll sæti í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. 

Þó að flestir séu að fylgjast með forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag þá er einnig verið að kjósa í öll sæti í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. 

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, var fyrir utan Bandaríkjaþing í dag þar sem hann fór stuttlega yfir stöðuna. 

Demókratar eru núna með 51 þingmann í öldungadeildinni á sama tíma og repúblikanar eru með 49 þingmenn. Repúblikanar munu að öllum líkindum bæta við sig tveimur sætum með því að vinna sæti í Vestur-Virginíu og í Montana. 

Demókratar að verja sæti í sveifluríkjum

Þá eru demókratar að verja þingsæti í sveifluríkjum eins og Michigan, Wisconsin, Pennsylvaníu, Arizona og Nevada. Samkvæmt mælingum þá gætu repúblikanar mögulega unnið þingsæti í einhverjum af þessum ríkjum, þó það sé hæpið í Arizona og Nevada. 

Demókratar eiga mögulegt sóknarfæri í Texas þar sem repúblikanar eru að verja sæti.

Samkvæmt RealClearPolitics er þó repúblikaninn Ted Cruz með fjögurra prósentustiga forskot á mótframbjóðandann. 

Allt í járnum í fulltrúadeildinni

Í fulltrúadeildinni er þó óljóst hvor flokkurinn mun enda með meirihluta en repúblikanar eru núna með nauman meirihluta.

Kosið er um 425 þingsæti og samkvæmt FiveThirtyEight þá eru 52% líkur á því að repúblikanar endi með meirihlutann en 48% líkur á því að demókratar endi með meirihlutann. 

Það er ekki bara verið að velja næsta forseta Bandaríkjanna …
Það er ekki bara verið að velja næsta forseta Bandaríkjanna á þriðjudag. AFP/Saul Loeb
mbl.is