Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eykst um ríflega 3 prósentustig og Samfylkingin mælist enn stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eykst um ríflega 3 prósentustig og Samfylkingin mælist enn stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eykst um ríflega 3 prósentustig og Samfylkingin mælist enn stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Fylgi Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Pírata minnkar um rúmlega 2 prósentustig en könnunin var gerð dagana 14.-31. október.
Nær 24% þeirra sem taka afstöðu kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, ríflega 17% Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 16% Miðflokkinn, tæplega 14% Viðreisn, nær 8% Flokk fólksins, rúmlega 6% Framsóknarflokkinn, 5% Pírata, rösklega 4% Sósíalistaflokk Íslands, liðlega 4% Vinstri græn og 0,6% Lýðræðisflokkinn.
Liðlega 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa og rúmlega 13% taka afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.
Litlar breytingar urðu á fylgi flokka eftir tilkynningu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit í síðasta mánuði. Helstu breytinga á milli fyrri og seinni hluta mánaðarins voru þær að fylgi Viðreisnar jókst úr rúmlega 11% í nær 15% á meðan fylgi Vinstra grænna minnkaði úr nær 5% í tæplega 4%.
Í nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem birt var í gær kom einnig fram að Viðreisn sækir í sig veðrið. Samfylkingin heldur áfram að dala og fylgi Vinstri grænna er botnfrosið.
Samfylkingin fékk mesta fylgi eða ríflega 22%. Viðreisn er komin yfir 18% múrinn og er ekki marktækur munur á flokkunum tveimur. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru á svipuðuð slóðum og bítast um þriðja og fjórða sætið.