„Í mörgum liðum væri ég gamla kerlingin“

Dagmál | 2. nóvember 2024

„Í mörgum liðum væri ég gamla kerlingin“

„Að einhverju leyti er þetta enginn aldur en ef þú horfir á meðalaldurinn í deildinni þá er ég bara orðin gömul,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Í mörgum liðum væri ég gamla kerlingin“

Dagmál | 2. nóvember 2024

„Að einhverju leyti er þetta enginn aldur en ef þú horfir á meðalaldurinn í deildinni þá er ég bara orðin gömul,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Að einhverju leyti er þetta enginn aldur en ef þú horfir á meðalaldurinn í deildinni þá er ég bara orðin gömul,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Erfiðara en fyrir fimm árum

Eins og áður sagði er Dagný Lísa einungis 27 ára gömul og hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar undanfarin ár. Það kom því mörgum á óvart að hún skildi leggja skóna á hilluna.

„Í mörgum liðum væri ég gamla kerlingin,“ sagði Dagný Lísa.

„Ég hef alveg fundið fyrir því að þetta er aðeins erfiðara í dag en fyrir fimm árum síðar. Þú ert þreyttari núna og þú þarft að hugsa betur um þig en þú gerðir þó það hafi alltaf verið í forgangi hjá mér,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Dagný Lísa Davíðsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is