Kjúklingur með parmesan borinn fram með jógúrtsósu

Uppskriftir | 2. nóvember 2024

Kjúklingur með parmesan borinn fram með jógúrtsósu

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af kjúkling með parmesan sem borinn er fram með ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu.

Kjúklingur með parmesan borinn fram með jógúrtsósu

Uppskriftir | 2. nóvember 2024

Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti.
Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti. mbl.is/Árni Sæberg

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af kjúkling með parmesan sem borinn er fram með ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu.

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af kjúkling með parmesan sem borinn er fram með ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu.

Þetta er kjúklingur sem gaman er fyrir fjölskylduna að búa til saman og njóta við huggulegheit og kertaljós.

Kjúklingur með parmesan, ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu

Kjúklingur með parmesan

  • 6 kjúklingabringur
  • 3 ½ dl brauðrasp
  • 8 msk. rifinn parmesanostur, ferskur
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 2 egg
  • 1-1  og ½ sítróna

Aðferð:

  1. Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt.
  2. Blandið parmesanosti og kryddi saman við brauðraspið.
  3. Veltið bringunum upp úr sundurslegnum eggjunum og síðan raspinum.
  4. Steikið á olíu við góðan hita þar til raspið er orðið gulbrúnt.
  5. Færið bringurnar yfir á bakka með bökunarpappír eða yfir í eldfast mót.
  6. Berið fram með fersku salati, sítrónubátum og ofnsteiktum kartöflubátum.

Ofnsteiktir kartöflubátar

  • 10 bökunarkartöflur
  • 4 msk. olía
  • Kartöflukrydd (t.d. 1 hvítlauksrif  og ½ tsk. rósmarín)
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Þvoið kartöflurnar og skerið í báta.
  2. Setjið kartöflubátana á bökunarpappír í ofnskúffu.
  3. Kryddið vel með kartöflukryddi og salti og pipar. Hellið olíunni yfir kartöflurnar. Jafnið vel saman kryddi og olíu.
  4. Bakið við 180°C í 30 mínútur.

Grísk jógúrtsósa með kryddi

  • 200 g grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 2 msk. majónes
  • ½ - 1 msk. hlynsíróp eða hunang
  • ½ msk. sítrónusafi
  • 1 hvítlauksgeiri, marinn
  • 1 ½ tsk. þurrkað óreganó
  • 1 ½ tsk. þurrkað timian
  • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öll hráefninu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Setjið síðan í kæli í a.m.k. 1 klukkustund.
mbl.is