Mikil áhætta fylgir sáttmálanum

Mikil áhætta fylgir sáttmálanum

Ekkert samráð var haft við kjörna fulltrúa um framkvæmdir, forgangsröðun eða upplýsingar um uppfærðar fjárhæðir í samgöngusáttmálanum fyrr en á kynningu sem haldin var degi áður en ritað var undir uppfærslu hans í ágúst á þessu ári. Var þá búið að gera meiriháttar breytingar og gildistími sáttmálans framlengdur til ársins 2040.

Mikil áhætta fylgir sáttmálanum

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 2. nóvember 2024

Svana Helen Björnsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson.
Svana Helen Björnsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson. Samsett mynd

Ekk­ert sam­ráð var haft við kjörna full­trúa um fram­kvæmd­ir, for­gangs­röðun eða upp­lýs­ing­ar um upp­færðar fjár­hæðir í sam­göngusátt­mál­an­um fyrr en á kynn­ingu sem hald­in var degi áður en ritað var und­ir upp­færslu hans í ág­úst á þessu ári. Var þá búið að gera meiri­hátt­ar breyt­ing­ar og gild­is­tími sátt­mál­ans fram­lengd­ur til árs­ins 2040.

Ekk­ert sam­ráð var haft við kjörna full­trúa um fram­kvæmd­ir, for­gangs­röðun eða upp­lýs­ing­ar um upp­færðar fjár­hæðir í sam­göngusátt­mál­an­um fyrr en á kynn­ingu sem hald­in var degi áður en ritað var und­ir upp­færslu hans í ág­úst á þessu ári. Var þá búið að gera meiri­hátt­ar breyt­ing­ar og gild­is­tími sátt­mál­ans fram­lengd­ur til árs­ins 2040.

Fjár­hags­áætl­un, sem nam upp­haf­lega 120 millj­örðum þegar sátt­mál­inn var und­ir­ritaður 2019, hljóðar nú upp á 311 millj­arða króna. Þá hef­ur fram­kvæmd­um ein­stakra verk­efna verið hliðrað til og kostnaður við rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna fer úr 10 millj­örðum í rúm­lega 17 millj­arða á ári.

Þetta kem­ur fram í bók­un tveggja full­trúa Sjálf­stæðis­flokks, Magnús­ar Arn­ar Guðmunds­son­ar for­manns bæj­ar­ráðs og Svönu Helen­ar Björns­dótt­ur, á fundi bæj­ar­ráðs Seltjarn­ar­ness sem hald­inn var á mánu­dag.

„Það er í besta falli óþægi­legt að vera sett í slíka stöðu og fá þá skýr­ingu að um sé að ræða trúnaðar­mál og kjörn­um full­trú­um sé vart treyst­andi til að fara með slík trúnaðargögn fyr­ir und­ir­rit­un. Með þessu var okk­ur ekki gef­inn kost­ur á að benda á þá gríðarlegu áhættu sem fylg­ir mark­miðum og verk­efn­um sam­göngusátt­mál­ans. Þetta verklag telj­um við veru­lega ófag­legt auk þess sem það skap­ar óeðli­leg­an þrýst­ing á kjörna full­trúa,“ seg­ir í bók­un­inni.

Bæj­ar­full­trú­arn­ir segja að ekki hafi verið unnið að „raun­veru­leg­um sam­göngu­bót­um“ á höfuðborg­ar­svæðinu svo árum skipt­ir. Í þokka­bót hafi sam­göng­ur þar orðið sí­fellt tor­veld­ari, til dæm­is til og frá Seltjarn­ar­nesi, og ástandið versni stöðugt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is