„Það er fólk hérna inni sem virðist hræddara við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í kappræðum gærkvöldsins.
„Það er fólk hérna inni sem virðist hræddara við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í kappræðum gærkvöldsins.
„Það er fólk hérna inni sem virðist hræddara við lítinn strák í hjólastól en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í kappræðum gærkvöldsins.
Leiðtogar stjórnmálaflokka landsins skiptust á skoðunum um málefni útlendinga eins og við var að búast en Sigurður Ingi kom talsvert á óvart og sló nýjan tón í stefnu Framsóknar.
Sagði Sigurður sér brugðið yfir þeim orðum sem sumir leiðtoganna hefðu uppi um málaflokkinn einkum Inga Sæland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og jafnvel Kristrún Frostadóttir.
„Ef þessar kosningar eiga að snúast um útlendingamálin eins og mér finnst helsti hitinn vera hér í dag þá verðum við að ræða staðreyndir en ekki róta í drullupolli,“ sagði Sigurður.
Furðaði Sigurður sig á því að útlendingamálin væru máluð upp af mörgum sem stórfenglegt og kostnaðarsamt vandamál þegar það væri rúmlega 1 prósent af ríkisfjármálum og færi hratt lækkandi.
„Eigum við bara að láta eins og útlendingamálin séu eitthvað stórkostlegt vandamál á Íslandi?“ spurði Sigurður Ingi.
Sagði Sigurður þó mikilvægt að grauta ekki allri umræðu saman og kenna útlendingum um það sem betur mætti fara. Ef vandamálið sé að fólk tali ekki íslensku þá þurfi að kenna því íslensku. Ef vandamálið séu erlend glæpagengi þá þurfi að herða landamærin.
„Mér finnst þetta virðingarleysi við fólk af erlendum uppruna fyrir neðan virðingu íslensku þjóðarinnar. Það er stríð í Evrópu og það er stríð í Palestínu og hvað eigum við að gera? Loka augunum? Loka eyrunum? Eða sitja þegjandi hjá.“
Sagði Sigurður orð sín vel kunna að tapa flokknum fylgi en hann hygðist frekar láta dæma sig í sögunni eftir því.
„Ég skammast mín í raun fyrir það hvernig íslensk stjórnvöld á sínum tíma lokuðu hér fyrir gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Ætlum við að láta söguna fara eins með þeim orðum um okkur í dag?“