„Ég er með mjög sterkar skoðanir á því þegar fólk gefur það út að það sé hætt en byrjar svo aftur nokkrum mánuðum seinna,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Ég er með mjög sterkar skoðanir á því þegar fólk gefur það út að það sé hætt en byrjar svo aftur nokkrum mánuðum seinna,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Ég er með mjög sterkar skoðanir á því þegar fólk gefur það út að það sé hætt en byrjar svo aftur nokkrum mánuðum seinna,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.
Margir íþróttamenn á síðustu árum hafa tilkynnt það að skórnir séu komnir á hilluna en hafa svo snúið aftur nokkrum mánuðum síðar.
„Ég er ekki hrifinn af því. Ekki setja upp sýningu ef þú ætlar ekki að fylgja henni eftir,“ sagði Ásta Eir.
„Ég er hætt og ég er mjög sátt með þá ákvörðun. Mér líður vel með hana og það yrði allt of stórt skref að ætla allt í einu að mæta aftur.
Ég lofa því að ég er hætt,“ sagði Ásta Eir meðal annars.
Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.