Harris kom óvænt fram í SNL

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 3. nóvember 2024

Harris kom óvænt fram í SNL

Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi, kom óvænt fram í geysivinsæla grínþættinum Saturady Night Live, eða SNL, í gærkvöldi og gerði grín að keppinaut sínum, Donald Trump.

Harris kom óvænt fram í SNL

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 3. nóvember 2024

Maya Rudoplh og Kamala Harris í SNL.
Maya Rudoplh og Kamala Harris í SNL. AFP

Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi, kom óvænt fram í geysivinsæla grínþættinum Saturady Night Live, eða SNL, í gærkvöldi og gerði grín að keppinaut sínum, Donald Trump.

Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi, kom óvænt fram í geysivinsæla grínþættinum Saturady Night Live, eða SNL, í gærkvöldi og gerði grín að keppinaut sínum, Donald Trump.

Harris kom fram í upphafsatriði þáttarins ásamt Mayu Rudolph, sem hefur lengi hermt eftir Harris. Harris hefur sjálf deilt eftirhermum Rudolph á samfélagsmiðlum og talað um þær í viðtölum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Harris kemur fram í SNL.

Í atriðinu þóttist Harris vera spegilmynd Rudolph er hún lék Harris. Áhorfendur fögnuðu ákaft er hún kom fram.

Harris þóttist vera spegilmynd Rudolph.
Harris þóttist vera spegilmynd Rudolph. AFP

Gerðu grín að Trump í ruslabílnum

Gerðu þær meðal annars grín að hlátri Harris og nýlegri mynd af Trump í ruslabíl þar sem hann datt næstum því er hann var að reyna komast inn í hann. Repúblikanar hafa lýst hlátri Harris sem nornahlátri. 

Trump kom sjálfur fyrst fram í SNL árið 2004 og aftur fyrir kosningarnar árið 2016. 

Síðan þá hefur álit hans a þættinum súrnað. Í fyrra sagði hann þáttinn vera „slæma vöru, ekki fynda. Falskar fréttir“ á samfélagsmiðli sínum Truth social. Þá sagði hann SNL vera hluti af kosningabaráttu demókrata. 

SNL hefur oft tekið bæði Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir í grínatriðum sínum. 

Atriði Harris má sjá hér að neðan. 

mbl.is