Karl konungur vill stöðva greiðslur til Andrésar prins

Kóngafólk | 3. nóvember 2024

Karl konungur vill stöðva greiðslur til Andrésar prins

Í uppfærðri útgáfu af ævisögu Karls III Bretlandskonungs, sem er skrifuð af konunglega rithöfundinum Robert Hardman, kemur fram að Karl hafi ákveðið að hætta að borga fyrir öryggisgæslu og viðhald á húsi bróður síns, Andrésar Bretaprins, hertogans af York.

Karl konungur vill stöðva greiðslur til Andrésar prins

Kóngafólk | 3. nóvember 2024

Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins.
Karl lll. Bretakonungur og Andrés prins. Samsett mynd

Í uppfærðri útgáfu af ævisögu Karls III Bretlandskonungs, sem er skrifuð af konunglega rithöfundinum Robert Hardman, kemur fram að Karl hafi ákveðið að hætta að borga fyrir öryggisgæslu og viðhald á húsi bróður síns, Andrésar Bretaprins, hertogans af York.

Í uppfærðri útgáfu af ævisögu Karls III Bretlandskonungs, sem er skrifuð af konunglega rithöfundinum Robert Hardman, kemur fram að Karl hafi ákveðið að hætta að borga fyrir öryggisgæslu og viðhald á húsi bróður síns, Andrésar Bretaprins, hertogans af York.

BBC greinir frá.

Samanlagt er talið að þessi kostnaður nemi nokkrum milljónum punda á ári.

Andrés prins hefur verið undir fjárhagslegum þrýstingi vegna kostnaðar við að reka 30 herbergja heimili sitt í Royal Lodge í Windsor.

Hann gæti því þurft að fjármagna allt sjálfur sem er ólíklegt að hann geti til langs tíma litið.

Þrýst á prinsinn að flytja í ódýrara húsnæði

Buckingham–höll hefur neitað að tjá sig um þessar fullyrðingar sem fram koma í bókinni. 

Þá hefur prinsinn, sem hefur ekki lengur opinberan talsmann, ekki tjáð sig um þessi mál.

Þrýst hefur verið á hann að flytja í ódýrara og íburðarminna húsnæði, en hann hefur ekki tekið vel í þá hugmynd.

Þessi fjárhagslegi þrýstingur á prinsinn kemur eftir útgáfu tveggja aðskildra kvikmynda á þessu ári sem gerðar voru af Netflix og Amazon um viðtal hans við BBC Newsnight árið 2019. Þar var hann spurður út í tengsl sín við bandaríska kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein.

Andrés, sem býr í Royal Lodge ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Söruh Ferguson, er ekki lengur starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar.

Hann gerði leigusamning á Royal Lodge árið 2003 og gildir hann til ársins 2078.

mbl.is