Um þrjú til fjögur prósent af kjósendum í Bandaríkjunum eru óákveðnir á þessum tímapunkti og af þeim hópi þá mun stór hluti ekki kjósa. Ef Trump tapar þá er það vegna verstu frammistöðu forsetaframboðs á lokasprettinum í sögunni.
Um þrjú til fjögur prósent af kjósendum í Bandaríkjunum eru óákveðnir á þessum tímapunkti og af þeim hópi þá mun stór hluti ekki kjósa. Ef Trump tapar þá er það vegna verstu frammistöðu forsetaframboðs á lokasprettinum í sögunni.
Um þrjú til fjögur prósent af kjósendum í Bandaríkjunum eru óákveðnir á þessum tímapunkti og af þeim hópi þá mun stór hluti ekki kjósa. Ef Trump tapar þá er það vegna verstu frammistöðu forsetaframboðs á lokasprettinum í sögunni.
Þetta segir repúblikaninn Mark Campbell sem er kosningaráðgjafi og hefur verið viðloðinn forsetaframboð repúblikana í nokkra áratugi.
„Ef þú ert óákveðinn svona stuttu fyrir kjördag þá gerist eitt af tveimur hlutum. Eitt, þú kýst ekki, eða tvö, þú kýst líklega gegn flokknum við stjórnvölinn nema mótframbjóðandinn hafi sagt eitthvað svo svívirðilegt að þú getur ekki kosið hann,“ segir Campbell.
Campbell var kosningastjóri Glen Youngkins, ríkisstjóra Virginíu, ásamt því að hafa verið háttsettur [e. Political director] í forsetaframboðum Ted Cruz og Rudy Giuliani. Hann hefur einnig starfað fyrir Bush-feðgana og þá þjálfar hann nú aðra íhaldssama kosningastjóra vestanhafs.
Hann ræddi við mbl.is um kosningarnar sem verða haldnar á þriðjudag og hefur viðtalið verið brotið upp í nokkra hluta.
Campbell segir að innherjamælingar bendi til þess að Trump muni vinna en hann segir þó Trump og kosningateymið hans hafa gert mikið af mistökum á lokasprettinum sem séu að setja líklegan sigur í hættu.
„Það sem enginn áttar sig á er hversu mikið þeir [Trump kosningateymið] munu gjalda fyrir óþvinguðu mistökin sem Trump hefur gert á undanförnum 14 dögum. Ef Trump tapar naumlega þá verður það vegna verstu síðustu tveggja vikna í kosningabaráttu í sögunni. Trump átti að vinna þessar kosningar og það átti að verða auðvelt,“ segir Campbell.
Hann segir ákveðinn hroka vera í forsetaframboði Trumps að undanförnu og bendir hann á því samhengi meðal annars á brandara uppistandarans Tony Hinchcliffe, sem sagði á kosningaviðburði Trumps að Púertó Ríkó væri ruslaeyja.
Þar að auki hefur Trump verið með ýmis umdeild ummæli að undanförnu á kosningafundum eins og til dæmis um Liz Cheney, fyrrverandi þingmann repúblikana í fulltrúadeildinni.
„Kjósendur hafa meiri áhyggjur af því hversu dýr matarkarfan er og leiguverð, en ekki hagkerfið i heild sinni. Ef fjölskyldan á þrjú þúsund dollara [425 þúsund krónur] á mánuði til að eyða og matarkarfan er dýrari og leigan er dýrari þá er það eitthvað sem hún tekur eftir hver einustu mánaðamót.
Hvorugur frambjóðandi er almennilega að ræða hvernig á að leysa það,“ segir hann en bætir þó við að Trump hafi lagt til ýmsar skattalækkanir sem myndu létta byrðina hjá fólki.