Segist ekki hafa sýnt forseta Íslands óvirðingu

Spursmál | 3. nóvember 2024

Segist ekki hafa sýnt forseta Íslands óvirðingu

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segist ekki hafa sýnt Höllu Tómasdóttur óvirðingu þegar hún neitaði beiðni hennar um að taka sæti í starfsstjórn fram að kosningum.

Segist ekki hafa sýnt forseta Íslands óvirðingu

Spursmál | 3. nóvember 2024

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segist ekki hafa sýnt Höllu Tómasdóttur óvirðingu þegar hún neitaði beiðni hennar um að taka sæti í starfsstjórn fram að kosningum.

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segist ekki hafa sýnt Höllu Tómasdóttur óvirðingu þegar hún neitaði beiðni hennar um að taka sæti í starfsstjórn fram að kosningum.

Þegar stjórnin sprakk

Þetta fullyrðir Svandís í viðtali í Spursmálum en þar er hún spurð út í atburðarásina sem leiddi til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks sprakk, þing var rofið og boðað til kosninga.

Vakti þar mikla athygli hversu harkalega Svandís brást við, tæmdi skrifstofu sína og fór úr ráðuneytinu í fússi áður en hægt var að gefa út forsetaúrskurð þess efnis að hún hefði látið af embætti.

Segist hún ekki hafa óhlýðnast forseta lýðveldisins eða gengið gegn vilja hennar. Forseti hafi einvörðungu beðið hana „mjög eindregið að íhuga það“ að taka sæti í stjórninni.

Halla Tómasdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa átt í samskiptum að …
Halla Tómasdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa átt í samskiptum að undanförnu í tengslum við stjórnarslit og boðun kosninga. mbl.is/samsett mynd

Viðtalið við Svandísi má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

mbl.is