Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu

Úkraína | 3. nóvember 2024

Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu

„Evrópa mun þurfa að endurskoða stuðning sinn við Úkraínu ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna.“

Sigur Trumps neyði Evrópu til að breyta um stefnu

Úkraína | 3. nóvember 2024

Donald Trump og Victor Orban.
Donald Trump og Victor Orban. AFP

„Evrópa mun þurfa að endurskoða stuðning sinn við Úkraínu ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna.“

„Evrópa mun þurfa að endurskoða stuðning sinn við Úkraínu ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna.“

Þetta segir Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í samtali við Reuters-fréttastofuna en Orban er dyggur stuðningsmaður Trumps og vonar að hann hafi betur í baráttunni við Kamölu Harris í baráttunni um embætti forseta Bandaríkjanna.

Orban er á móti hernaðaraðstoð við Úkraínu og hefur haldið því fram að hann telji að Trump deili skoðunum sínum og muni geta komið á friðarsamningi milli Rússlands og Úkraínu.

„Evrópa getur ekki borið byrðarnar sjálf og ef Bandaríkin breytast í að vilja frið þá verðum við að aðlagast,“ segir Orban.

Orban hefur reitt ráðamenn Evrópusambandsins til reiði með nánum tengslum sínum við Rússland og andstöðu við aðstoð við Úkraínu.

mbl.is