Straumar og stefnur í innanhússhönnun taka stöðugum breytingum. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaupum við hratt eftir því nýjasta hverju sinni. Og af því að við erum svo óendanlega dugleg þá vinnum við þrjár vinnur, eða allavega tvær, til þess að geta verið flottust. Átt allt. „Það er svo vont að vanta“ eins og góð vinkona mín segir stundum þegar hún fyllir hverja körfuna á fætur annarri á Temu. Þegar ég var yngri voru allir alltaf að skúra. Fólk skúraði eftir vinnu, fyrir vinnu, á kvöldin og um helgar. Allt til þess að geta keypt Mözdu með lituðum rúðum og stéli að aftan og krumpugalla í Miklagarði. Nú eða glerborð með krómuðum fótum og Maralunga-hönnunarsófa úr Casa.
Straumar og stefnur í innanhússhönnun taka stöðugum breytingum. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaupum við hratt eftir því nýjasta hverju sinni. Og af því að við erum svo óendanlega dugleg þá vinnum við þrjár vinnur, eða allavega tvær, til þess að geta verið flottust. Átt allt. „Það er svo vont að vanta“ eins og góð vinkona mín segir stundum þegar hún fyllir hverja körfuna á fætur annarri á Temu. Þegar ég var yngri voru allir alltaf að skúra. Fólk skúraði eftir vinnu, fyrir vinnu, á kvöldin og um helgar. Allt til þess að geta keypt Mözdu með lituðum rúðum og stéli að aftan og krumpugalla í Miklagarði. Nú eða glerborð með krómuðum fótum og Maralunga-hönnunarsófa úr Casa.
Straumar og stefnur í innanhússhönnun taka stöðugum breytingum. Af því að við erum svo ung þjóð þá hlaupum við hratt eftir því nýjasta hverju sinni. Og af því að við erum svo óendanlega dugleg þá vinnum við þrjár vinnur, eða allavega tvær, til þess að geta verið flottust. Átt allt. „Það er svo vont að vanta“ eins og góð vinkona mín segir stundum þegar hún fyllir hverja körfuna á fætur annarri á Temu. Þegar ég var yngri voru allir alltaf að skúra. Fólk skúraði eftir vinnu, fyrir vinnu, á kvöldin og um helgar. Allt til þess að geta keypt Mözdu með lituðum rúðum og stéli að aftan og krumpugalla í Miklagarði. Nú eða glerborð með krómuðum fótum og Maralunga-hönnunarsófa úr Casa.
Fyrirmyndir okkar komu úr bíómyndum og úr tískublöðum og við vorum agndofa yfir töfrum Don Johnson og Richard Gere. Ef ykkur minnir að þessir greifar séu ennþá algerir Spari-Goggar þá mæli ég með því að þið leggist í létta rannsóknarvinnu.
Í dag er enginn að spá í gamla Spari-Gogga sem eitt sinn þóttu töff. Kim Kardashian er kóngurinn. Hver hefði trúað því? Hver hefði trúað því að raunveruleikastjarna sem varð fræg vegna eigin útlits hefði þannig áhrif á heimsbyggðina að beige-lituð kalkmálning væri að verða uppseld á heimsvísu.
Heima hjá henni í Calabasas í Kaliforníu er allt beige-litað. Hún breytti um heimilisstíl eftir að hún losaði sig við óheiðarlega og svikula eiginmanninn sem gat aldrei haft buxurnar upp um sig. Var alltaf að skrattast úti í bæ. Það er þó hægt að gera margt verra en að skipta um heimilisstíl á tímamótum. Nú virðist þó vera eins og lungi íslensku þjóðarinnar sé kominn á skilnaðarkúr Kardasian. Í hennar fyrra lífi var allt úr glansandi marmara og glitrandi en núna er allt matt og beige-litað.
Hún er með beige-litaða mjúka bogadregna sófa, beige-litaðar mottur, beige-lituð gluggatjöld og beige-lituð strá í beige-lituðum vasa. Hvöss horn hafa vikið fyrir bogadregna forminu. Allt mjúkt.
Það er auðvitað allt af dýrustu sort í þessari konungshöll en það sem er áhugavert er að það er auðvelt að leika þessa takta eftir. Það er í raun hægt að breyta hvaða hreysi sem er í konungshöll Kardashian. Það er að segja ef fólk hefur orku, nennir að mála og er ekki komið með annan fótinn í lífslokameðferð.
Það kostar aðallega tíma að útbúa heimagerðan Kardashian-kastala og nokkrar ferðir í málningarverslun.
Þú þarft að verða þér úti um kalkmálningu í beige-lit. Þú getur í raun málað allt í þessum lit, loft, veggi, panel, flísar og glugga. Þegar heimur þinn er orðinn beige-litaður þá þarftu að fá stóra mottu á gólfið í beige-lit. Hana færðu til dæmis í Gólfefnabúðinni eða í Parka.
Þegar allir veggir eru orðnir samlitir getur þú lakkað gamla eldhúsinnréttingu í sama lit og veggirnir, keypt þér ljósan hringlaga sófa og sett strá í vasa. Þú gætir jafnvel farið út í garð núna, náð þér í greinar, látið þær þorna og spreyjað þær beige-litaðar þegar viðurinn er orðinn þurr.
Ég þekki konu sem málaði yfir sig um daginn og gæti eflaust veitt góð málningarráð ef vill. Hún hafði ekkert betra að gera en að mála húsið sitt í jólalitunum. Grænar og rauðar stofur. Er það ekki eitthvað? Ég bind vonir við að geta kynnt lesendum þennan jólaheim á næstunni. Það þarf mótvægi við skilnaðarkúr Kardashian.