Eyfellingar mótmæla áformum um hótel

Ferðamenn á Íslandi | 4. nóvember 2024

Eyfellingar mótmæla áformum um hótel

Mikil andstaða er meðal Eyfellinga við áform fyrirtækisins Steinar Resort ehf. um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu við austanverðan Holtsós undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra, en frá þeim var skýrt í Morgunblaðinu á laugardag.

Eyfellingar mótmæla áformum um hótel

Ferðamenn á Íslandi | 4. nóvember 2024

Andstaða er meðal Eyfellinga við mikil uppbyggingaráform í ferðaþjónustu, þeir …
Andstaða er meðal Eyfellinga við mikil uppbyggingaráform í ferðaþjónustu, þeir telja að ásýnd Eyjafjalla verði ekki söm á eftir. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Mikil andstaða er meðal Eyfellinga við áform fyrirtækisins Steinar Resort ehf. um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu við austanverðan Holtsós undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra, en frá þeim var skýrt í Morgunblaðinu á laugardag.

Mikil andstaða er meðal Eyfellinga við áform fyrirtækisins Steinar Resort ehf. um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu við austanverðan Holtsós undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra, en frá þeim var skýrt í Morgunblaðinu á laugardag.

Búið er að leggja fram tvenn mótmæli vegna þessa og skrifa um 70 manns undir önnur þeirra sem beint var til skipulagsyfirvalda, en yfir 40 manns undir hin sem afhent voru sveitarstjórn Rangárþings eystra. Þetta upplýsir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum, í samtali við Morgunblaðið, en jörð hans liggur að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði að sunnan- og austanverðu.

Segir hann að Eyfellingar séu alfarið á móti þessum hugmyndum.

Innikróaðir jarðarpartar

Landsvæðið sem áformað er að byggja á er í löndum jarðanna Steina 1 og Hvassafells 2 og segir Vigfús að ef af þeim verður muni ein Steinajörðin verði innikróuð í miðju skipulagssvæðinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is