Volodimír Selenskí Úkraínuforseti óskaði Maiu Sandu til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í Moldóvu en andstæðingur hennar naut stuðnings stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti óskaði Maiu Sandu til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í Moldóvu en andstæðingur hennar naut stuðnings stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti óskaði Maiu Sandu til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í Moldóvu en andstæðingur hennar naut stuðnings stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum.
Moldóva var áður hluti af Sovétríkjunum sálugu.
„Valið er skýrt hjá Moldóvum – þeir völdu leiðina í átt að efnahagslegum vexti og félagslegum stöðugleika,“ sagði Selenskí, sem hét því að styrkja tengslin á milli ríkjanna.
Bæði Moldóva og Úkraína vilja ganga til liðs við Evrópusambandið í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022.
„Aðeins alvöruöryggi og friðsamleg sameinuð Evrópa getur tryggt hverri manneskju og hverri fjölskyldu sjálfstraustið til að horfast í augu við morgundaginn með von og vissu í hjarta,“ bætti Selenskí við.