Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu þar sem kvikugangar hafa myndast við Sundhnúkagíga í nótt. Hrinan gekk að mestu leyti yfir á milli klukkan hálfþrjú og þrjú og dvínaði síðan hratt eftir það.
Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu þar sem kvikugangar hafa myndast við Sundhnúkagíga í nótt. Hrinan gekk að mestu leyti yfir á milli klukkan hálfþrjú og þrjú og dvínaði síðan hratt eftir það.
Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu þar sem kvikugangar hafa myndast við Sundhnúkagíga í nótt. Hrinan gekk að mestu leyti yfir á milli klukkan hálfþrjú og þrjú og dvínaði síðan hratt eftir það.
„Þetta leit grunsamlega út og hagaði sér eins og við höfum verið að sjá byrjunina á kvikuhlaupunum en svo dvínaði þetta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Alls voru jarðskjálftarnir tæplega 40 talsins og voru þeir um eða undir einum að stærð.
Ekki sáust merki um byrjun á kvikuhlaupi á neinum öðrum mælum sem Veðurstofan notar til að meta upphaf kvikuhlaups og var staðan greind sem svo að annað hvort hefði það ekki haft kraftinn til að koma sér af stað eða að eitthvað annað hefði verið á ferðinni.
Salóme Jórunn segir að mögulega hafi þetta verði kvikuinnskot sem stöðvaðist.
Veðurstofan hafði samband við almannavarnir vegna þess að hún var viðbúin því að þetta væri upphafið á kvikuhlaupi, en það getur leitt af sér eldgos.
„Það var beðið með rýmingu þangað til við vorum búin að átta okkur á hvað væri í gangi. Þegar það var ljóst tiltölulega fljótt að þetta ætlaði ekki að verða neitt stærra þá létum við almannavarnir vita,“ segir Salóme Jórunn.
Hún segir að ekki sé búið að safnast það kvikumagn við Sundhnúkagíga sem Veðurstofan býst við að sjá áður en það dregur til tíðinda. „Það þarf ekki að vera að þetta fylgi alltaf sömu forskriftum. Við þurfum að vera vakandi og þetta er ágæt áminning um að halda sér á tánum,“ bætir hún við en kvika heldur áfram að safnast saman á svæðinu.