Sandra Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjá íþróttafélaginu HK ljóstrar upp sínum skemmtilegu matarvenjum að þessu sinni. Hún segist ekki vera matvönd og borði flest allan mat nema hún leggur sér ekki til munns bjúgu, kjötfars og saltkjöt.
Sandra Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjá íþróttafélaginu HK ljóstrar upp sínum skemmtilegu matarvenjum að þessu sinni. Hún segist ekki vera matvönd og borði flest allan mat nema hún leggur sér ekki til munns bjúgu, kjötfars og saltkjöt.
Sandra Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjá íþróttafélaginu HK ljóstrar upp sínum skemmtilegu matarvenjum að þessu sinni. Hún segist ekki vera matvönd og borði flest allan mat nema hún leggur sér ekki til munns bjúgu, kjötfars og saltkjöt.
„Ég er fyrst og fremst móðir og nýorðin amma og legg mikið upp úr því að rækta fjölskyldu- og vinasambönd. Ég þrífst á því að ögra mér og stíga út fyrir þægindarammann og taka að mér störf sem krefjast þess af mér að taka á móti því óvænta með það að leiðarljósi að vera í uppbyggingu og eflingu samfélags. Minn metnaður í gegnum tíðina hefur legið í því að efla íþrótta- og menningarmál,“ segir Sandra ákveðin.
Sandra er líka á leið í kosningabaráttu en hún situr í 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Ástríða hennar fyir því að láta gott af sér leiða er sterk.
„Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri HK og hef nóg fyrir stafni þar alla daga í líflegu umhverfi með dásamlegu starfsfólki og sjálfboðaliðum. Hjartað mitt slær einnig mjög sterkt í Hveragerði og á Suðurlandinu öllu. Ég sinni einnig bæjarmálum í heimabæ mínum með kröftugu samferðafólki. Ég trúi því að með samtakamætti getum við fjárfest í framtíðinni og eflt börnin okkar til að vera tilbúin í breytta tíma framtíðarinnar.“
Aðspurð segir Sandra að matur skipi stóran sess í lífi sínu og fjölskyldunnar og hún njóti þess að vera boðin í mat.
„Ég myndi segja að ég borði flestan mat og er alls ekki matvönd. Mér finnst þó ávallt maturinn bestur sem ég elda ekki sjálf. Að borða góðan mat í góðra vina hópi er mitt uppáhald og svo gæti ég borðað skyr og snarl í öll mál þess á milli ef því væri að skipta.
Á heimilinu mínu eru allir fjölskyldumeðlimir með ansi þétta dagskrá flesta daga en við reynum að stilla okkur þannig af að við getum borðað saman kvöldmat og ræðum um daginn og veginn. Það endar oft á þann veg að kvöldmaturinn er frekar seint,“ segir Sandra.
Sandra ljóstrar hér upp sínum skemmtilegum matarvenjum fyrir lesendum og leyfir öllu að flakka.
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Ég er ekki mikið fyrir morgunmat, kannski er það vegna þess að mér finnst of gott að sofa og fer ekki fram úr fyrr en ég nauðsynlega þarf. Í morgunmat fæ ég mér oftast stórt glas af Hleðslu og svo gríp ég einn Nocco úr ísskápnum áður en ég hleyp út í bíl. Um helgar fæ ég mér oftast Weetabix, Hleðslu og bláber.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Ég er alltaf með skyr í ísskápnum og próteinstykki í veskinu til að grípa í. Það hefur mjög oft komið sér vel, sérstaklega ef dagurinn er þéttur og ég næ ekki að borða hádegismat nema á hlaupum.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Ég hef verið svo heppin að vinna á vinnustöðum þar sem er mötuneyti, svo ég borða yfirleitt bara það sem er í boði. En kjötfars, bjúgu, saltkjöt og svoleiðis matur fer ekki inn fyrir mínar varir, þar segi ég stopp.“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Mjólk, ost, smjörva, Hleðslu og skyr. Þetta er ekki auglýsing.“
Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?
„Sumar, lykt af grillinu og hlátur frá börnunum, þá er mér alveg sama hvað kemur inn af grillinu, þá er það samveran sem er ofar öllu. En ef ég á að grilla sjálf, þá myndi ég fylla kjúklingabringur með mexíkóosti og pakka í álpappír, rótargrænmeti á bakka og íslenskt smælki.“
Hvað viltu á pítsuna þína?
„Þunn ítölsk pítsa með hráskinku, klettasalati og burrata.“
Færð þú þér pylsu með öllu?
„Tómat, sinnep og steiktan á pylsuna mína.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Ég elska að prófa nýja staði og fallegur veitingastaður gerir matarupplifunina ennþá betri. Í vinkonuhópnum mínum eru sérfræðingar í þessum málum og leita ég gjarnan til þeirra til að fá ráðleggingar hvert eigi að fara og hvort það eru nýir staðir sem ég ætti að prófa. Ef ég ætti að velja ein og óstudd þá myndi ég velja sushi eða smárétti. Sushi Social stendur alltaf fyrir sínu, Tapas barinn og svo er Brasserí Kársnes líka mjög næs þegar maður vill gera vel við sig í hádeginu.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja – sem er á bucketlistanum?
„Nei, í raun ekki.“
Uppáhaldskokkurinn þinn?
„Ég er svo lánsöm kona að eiga marga uppáhaldskokka. Ég myndi segja maðurinn minn, hann er einstaklega lunkinn að töfra fram góðan mat út úr tómum ísskáp. Indriði bróðir, hann kemur reglulega í heimsókn og biður um að fá að elda matinn og útkoman er alltaf mjög ljúffeng. Síðast en ekki síst myndi ég segja Heiða vinkona mín, hún býr yfir einhverjum töfrum í eldhúsinu.“
Uppáhaldsdrykkurinn þinn?
„Kranakók (íslenskt vatn) með klökum er lang besti drykkurinn en ég get samt ekki lifað af daginn án þess að fá Pepsi Max.“
Ertu góður kokkur?
„Ef uppskriftin er góð, þá myndi ég segja að ég væri bara nokkuð góður kokkur. En uppskriftir fara mér vel, en ef ég á að elda án uppskriftar þá er ég hræðilegur kokkur.“