Of mikil áhætta eða tímabærar úrbætur?

Of mikil áhætta eða tímabærar úrbætur?

„Það er mikil óvissa í uppfærðum samgöngusáttmála. Honum fylgir gríðarleg fjárhagsleg áhætta, ekki síst vegna óumflýjanlegrar framúrkeyrslu kostnaðar,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi. Tveir fulltrúar sjálfstæðismanna létu gera bókun við undirritun samgöngusáttmálans í óbreyttri mynd, á fundi bæjarráðs.

Of mikil áhætta eða tímabærar úrbætur?

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 4. nóvember 2024

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu við undirritun sáttmálans ásamr ráðherrum.
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu við undirritun sáttmálans ásamr ráðherrum. mbl.is/Eyþór

„Það er mik­il óvissa í upp­færðum sam­göngusátt­mála. Hon­um fylg­ir gríðarleg fjár­hags­leg áhætta, ekki síst vegna óumflýj­an­legr­ar framúr­keyrslu kostnaðar,“ seg­ir Svana Helen Björns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks á Seltjarn­ar­nesi. Tveir full­trú­ar sjálf­stæðismanna létu gera bók­un við und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans í óbreyttri mynd, á fundi bæj­ar­ráðs.

„Það er mik­il óvissa í upp­færðum sam­göngusátt­mála. Hon­um fylg­ir gríðarleg fjár­hags­leg áhætta, ekki síst vegna óumflýj­an­legr­ar framúr­keyrslu kostnaðar,“ seg­ir Svana Helen Björns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks á Seltjarn­ar­nesi. Tveir full­trú­ar sjálf­stæðismanna létu gera bók­un við und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans í óbreyttri mynd, á fundi bæj­ar­ráðs.

„Sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lög­um er sveit­ar­fé­lög­um heim­ilt að taka þátt í verk­efn­um í ljósi brýnna sam­fé­lags­legra hags­muna, en þó þarf að tryggja ábyrga meðferð fjár­muna. Sam­an­dregið er áhætt­an við und­ir­rit­un sátt­mál­ans svo mik­il að vafi leik­ur á um hvort sveit­ar­fé­lagið geti með trygg­um hætti staðið und­ir þeirri þjón­ustu sem íbú­ar eiga rétt á. Það er a.m.k. mitt mat að óá­byrgt sé að staðfesta samn­ing sem hef­ur svo óþekkta út­komu fyr­ir skatt­greiðend­ur.“

Svana Helen Björnsdóttir
Svana Helen Björns­dótt­ir

Svana seg­ir að upp­lýs­ing­ar um upp­færslu samn­ings­ins hafi aðeins borist degi fyr­ir und­ir­rit­un, sem sé of lít­ill tími til að kynna sér málið al­menni­lega. „Það er ekki hægt að samþykkja sátt­mál­ann óbreytt­an,“ seg­ir hún og seg­ir að fram þurfi að fara áhættu­grein­ing og skil­greina þurfi ábyrgðar­skipt­ingu svo unnt sé að rekja ábyrgð.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is