„Ég held að við þurfum hann til að rétta þetta land við,“ segir Cheryl Roe, sjálfboðaliði á fjöldafundi forsetaframbjóðandans Donalds Trump, þegar blaðamaður spyr hana hvers vegna Trump njóti stuðnings hennar.
„Ég held að við þurfum hann til að rétta þetta land við,“ segir Cheryl Roe, sjálfboðaliði á fjöldafundi forsetaframbjóðandans Donalds Trump, þegar blaðamaður spyr hana hvers vegna Trump njóti stuðnings hennar.
„Ég held að við þurfum hann til að rétta þetta land við,“ segir Cheryl Roe, sjálfboðaliði á fjöldafundi forsetaframbjóðandans Donalds Trump, þegar blaðamaður spyr hana hvers vegna Trump njóti stuðnings hennar.
„Þetta eru mjög, mjög mikilvægar kosningar,“ bætir hún við.
Við erum stödd í Reading í Pennsylvaníu, mikilvægasta sveifluríkinu fyrir kosningarnar á morgun, þar sem einn nokkurra fjöldafunda fyrir forsetaframbjóðandann verður haldinn í dag, eða kl. 19 að íslenskum tíma.
Fyrir utan leikvanginn er mikil mannmergð og sömuleiðis mikil stemning.
Sumir sem ég hef rætt hér við óttast það að demókratar muni „stela kosningunum“ með einhvers konar svindli.
Sjálf segist Cheryl telja þetta mikilvægustu kosningar ævi sinnar.
„Ef þetta gerist ekki núna þá munu börnin mín, sem eru á þrítugsaldri, ekki hafa neitt til að hlakka til.“