Hef ykkur langar í góðan indverskan mat er vel hægt að mæla með þessari máltíð sem kemur úr smiðju Valgerðar Grétu Gröndal, alla jafna kölluð Valla, og heldur úti matarbloggi hér.
Hef ykkur langar í góðan indverskan mat er vel hægt að mæla með þessari máltíð sem kemur úr smiðju Valgerðar Grétu Gröndal, alla jafna kölluð Valla, og heldur úti matarbloggi hér.
Þetta er bragðgóður og mildur indverskur lambakjötsréttur í lúxusútgáfu, tandoori lamb borið fram með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu. Hentar fullkomlega fyrir fjölskylduna og þegar ykkur langar að gera vel við ykkur.
Heimasteikt naan brauð geta verið hreint sælgæti að njóta.
Ljósmynd/Valla Gröndal
Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu
Tandoori lamd á spjóti
- 1,2 kg lambakjöt í bitum
- 200 g grísk jógúrt
- 60 ml rjómi
- 3 msk. ferskur sítrónusafi
- 5 cm bútur ferskt engifer, fínt saxað
- 5 hvítlauksgeirar, marðir
- 1 msk. garam masala
- 1 tsk. kummin
- 1 tsk. paprikukrydd
- ¼ múskat
- ¼ tsk. salt
- 1 ½ – 2 krukkur tilbúin Tandoori sósa frá Patak‘s
- ½ tsk. kummin
- 1 tsk. hvítlauksduft
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Skerið kjöt af læri í bita eða notið lambagúllas.
- Hrærið öllum innihaldsefnum í maríneringuna saman, setjið kjötið í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið taka sig í kæli í 2-3 klukkustundir.
- Klukkutíma áður en þið ætlið að klára að útbúa matinn er gott að útbúa deigið í naan brauðin.
- Takið kjötið úr kæli og þræðið upp á stál grillspjót, Völlu finnst þau betri en úr tré þar sem þau brenna ekki.
- Hitið grillið upp í 250°C.
- Raðið spjótunum á grillið og grillið í um það bil. 8 mínútur á hvorri hlið.
- Takið af grillinu og leyfið kjötinu að hvíla á meðan þið setjið tandoori sósuna í pott og hitið hana upp.
- Bætið kjötinu út í og leyfið að malla í 5 mínútur. Ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta eftir eigin smekk þá mælir Valla með því að nota kummin, hvítlauk og salt og pipar.
Naan brauð með hvítlaukssmjöri
- 400 g hveiti
- 1 msk. sykur
- 1 ½ tsk. þurrger
- 1 ½ tsk. lyftiduft
- 1 tsk. sjávarsalt
- 1 ½ dl volgt vatn
- 1 ½ dl grísk jógúrt
- 2 msk. ólífuolía
Hvítlaukssmjör til að pensla brauðin
- 100 g smjör
- 2 hvítlauksgeirar kramdir
- Klípa sjávarsalt
Aðferð:
- Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins í.
- Bætið við jógúrti, vatni og olíu og hrærið áfram. Látið vélina vinna í um það bil 5 mínútur.
- Setjið plastfilmu yfir skálina og hefið í 40 mínútur á borði.
- Takið deigið úr skálinni og takið bút sem er kannski aðeins stærri en golfkúla og fletið þunnt út með kökukefli.
- Útbúið hvítlaukssmjörið með því að bræða smjörið með hvítlauknum og saltinu.
- Hitið steypujárnspönnu ef þið eigið, annars má alveg nota venjulega pönnu líka, og hitið í meðalhita.
- Steikið hvert brauð þar til það er orðið gyllt og jafnvel farið að brenna aðeins á loftbólunum.
- Penslið hvert brauð um leið og það kemur af pönnunni og leggið álpappír yfir til að halda þeim volgum.
Raita jógúrtsósa
- 2 dl. grísk jógúrt
- ¼ smátt söxuð gúrka
- ¼ tsk. sjávarsalt
- ¼ tsk. kummin
- ¼ tsk. hvítlauksduft
Aðferð:
- Saxið gúrkuna smátt.
- Setjið jógúrtina í skál og hrærið kryddum saman við.
- Bætið gúrkunni við og hrærið.
- Látið taka sig í kæli í 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Saffran basmati hrísgrjón
- 4 dl basmati hrísgrjón
- 6 dl vatn
- 1 tsk. sjávarsalt
- ½ tsk. saffranþræðir settir í 1 msk. vatn.
- 1 tsk. túrmerik
- ½ tsk. hvítlauksduft
- ¼ tsk. kummin
Aðferð:
- Setjið hrísgrjónin í rúmgóðan pott ásamt vatni og salti.
- Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður í lægsta hita og látið grjónin sjóða í 15 mínútur.
- Slökkvið þá undir pottinum og án þess að opna hann leyfið þeim að hvíla sig í pottinum í 5 mínútur.
- Setjið saffranþræðina í litla skál ásamt vatninu og látið bíða í nokkrar mínútur.
- Hellið þá saffraninu yfir grjónin og kryddið með túrmeriki, hvítlauksdufti og kummin.
- Bætið við salti ef ykkur finnst þess þurfa.
- Berið síðan réttina fallega fram og njótið í góðum félagsskap.