Vilja greina niðurstöður PISA-könnunarinnar

Dagmál | 4. nóvember 2024

Vilja greina niðurstöður PISA-könnunarinnar

Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs hefur samþykkt tillögu Íslandsdeildar ráðsins um að menntamálaráðherrar Norðurlandanna fái sérstaka ráðgjöf og greini sérstaklega niðurstöður síðustu PISA-könnunar.

Vilja greina niðurstöður PISA-könnunarinnar

Dagmál | 4. nóvember 2024

Norðurlöndin komu illa út í síðustu PISA-könnun.
Norðurlöndin komu illa út í síðustu PISA-könnun. mbl.is/Hari

Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs hefur samþykkt tillögu Íslandsdeildar ráðsins um að menntamálaráðherrar Norðurlandanna fái sérstaka ráðgjöf og greini sérstaklega niðurstöður síðustu PISA-könnunar.

Þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs hefur samþykkt tillögu Íslandsdeildar ráðsins um að menntamálaráðherrar Norðurlandanna fái sérstaka ráðgjöf og greini sérstaklega niðurstöður síðustu PISA-könnunar.

Könnunin mælir m.a. hæfni 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði. Niðurstöðurnar sýna verri árangur nemenda alls staðar á Norðurlöndum. Mest versnaði þó árangurinn á Íslandi en íslenskir grunnskólanemar mældust undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar í öllum fögunum.

PISA-niðurstöðurnar voru birtar í desember á síðasta ári. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir Íslandsdeild hafa lagt tillöguna fram stuttu eftir það. Hún bendir á að Norðurlandaþjóðirnar hafi allar farið niður á við í PISA og að líkt og á Íslandi telji aðrir norrænir ráðamenn niðurstöðurnar vera algjörlega óásættanlegar.

„Okkur fannst mikilvægt að norrænir menntamálaráðherrar gætu leitað sér bestu mögulegu ráðgjafar.“

Hún segist vilja bjóða börnum upp á bestu mögulegu kennsluaðferðirnar. Telur hún skynsamlegt að það sé norrænt fagráð sem ráðherrar geti leitað til.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is