Safnsýning um bandaríska gamanþáttinn The Nanny mun opna í áströlsku borginni Melbourne í byrjun næsta árs. Gervi og leikbúningar Fran Drescher, sem fór eftirminnilega með hlutverk hinnar sérkennilegu Fran Fine í hinni sívinsælu sjónvarpsþáttaröð, verða í aðalhlutverki.
Safnsýning um bandaríska gamanþáttinn The Nanny mun opna í áströlsku borginni Melbourne í byrjun næsta árs. Gervi og leikbúningar Fran Drescher, sem fór eftirminnilega með hlutverk hinnar sérkennilegu Fran Fine í hinni sívinsælu sjónvarpsþáttaröð, verða í aðalhlutverki.
Safnsýning um bandaríska gamanþáttinn The Nanny mun opna í áströlsku borginni Melbourne í byrjun næsta árs. Gervi og leikbúningar Fran Drescher, sem fór eftirminnilega með hlutverk hinnar sérkennilegu Fran Fine í hinni sívinsælu sjónvarpsþáttaröð, verða í aðalhlutverki.
The Nanny, Barnfóstran í íslenskri þýðingu, var frumsýnd þann 3. nóvember árið 1993 og vakti strax mikla athygli. Alls urðu þættirnir 145 og voru sýndir á sex ára tímabili.
Drescher, í hlutverki Fine, stimplaði sig hratt og örugglega inn í hug og hjörtu milljóna aðdáenda um heim allan með hispurslausri framkomu sinni, húmor, skærri röddu og eftirtektarverðum fatastíl, sem fjölmargir hafa apað eftir síðustu 30 ár.
Sýningin mun bregða upp skemmtilegri mynd af karakter Drescher og sýna hátt í 100 búninga sem leikkonan klæddist við gerð þáttaraðarinnar í gegnum árin. Á sýningunni verða flíkur frá nokkrum af þekktustu fatahönnuðum í heimi og má þar nefna Vivienne Westwood, Moschino, Dolce & Gabbana, Versace og Christian Dior.
Sýnishorn af sýningunni opnaði í Frakklandi árið 2022 og vakti mikla lukku, en ríflega 23.000 manns heimsóttu safnið yfir opnunarhelgina og er því greinilegt að áhugi fólks á sjónvarpsþáttaröðinni er mikill.
Drescher, sem er núna 67 ára, hefur að mestu lagt leiklistina á hilluna og tekið sér nýtt hlutverk, en frá árinu 2021 hefur hún sinnt stöðu formanns Stéttarfélags sjónvarps- og kvikmyndaleikara, The Screen Actors Guild.