Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fagnaði útkomu ævisögu sinnar seinni partinn í gær í anddyri Háskólabíós. Röð myndaðist fyrir utan húsið, slík var mætingin í boðið. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar en í sögu sinni segir hann frá baksviði stjórnmálanna á hreinskilinn hátt. Hann ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, fór í MR og hélt svo út til Bandaríkjanna í nám.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fagnaði útkomu ævisögu sinnar seinni partinn í gær í anddyri Háskólabíós. Röð myndaðist fyrir utan húsið, slík var mætingin í boðið. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar en í sögu sinni segir hann frá baksviði stjórnmálanna á hreinskilinn hátt. Hann ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, fór í MR og hélt svo út til Bandaríkjanna í nám.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fagnaði útkomu ævisögu sinnar seinni partinn í gær í anddyri Háskólabíós. Röð myndaðist fyrir utan húsið, slík var mætingin í boðið. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar en í sögu sinni segir hann frá baksviði stjórnmálanna á hreinskilinn hátt. Hann ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, fór í MR og hélt svo út til Bandaríkjanna í nám.
Í ævisögu sinni segir Geir frá atburðum í æsku hans sem hann hefur aldrei rætt um opinberlega. Þar koma viðkvæm fjölskyldumál við sögu en í bókinni segir hann líka frá einkalífi sínu.
Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni – sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur en einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir.
Eins og sjá má á ljósmyndunum Arnþórs Birkissonar var góð stemning í boðinu og vel mætt!