Gómsætt vetrarsalat úr smiðju Jönu

Uppskriftir | 5. nóvember 2024

Gómsætt vetrarsalat úr smiðju Jönu

Gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu er matarmikið, hollt og næringarríkt. Þetta er salat sem þið fáið aldrei leið á. Það er ekki flókið að útbúa þetta salat og Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, alla jafna kölluð Jana, lagar þetta salat mjög oft og segir rauðrófurnar passa vel með sætu kartöflubitunum.

Gómsætt vetrarsalat úr smiðju Jönu

Uppskriftir | 5. nóvember 2024

Girnilegt matarmikla og gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu.
Girnilegt matarmikla og gómsæta vetrarsalatið hennar Jönu. Samsett mynd

Góm­sæta vetr­ar­sal­atið henn­ar Jönu er mat­ar­mikið, hollt og nær­ing­ar­ríkt. Þetta er sal­at sem þið fáið aldrei leið á. Það er ekki flókið að út­búa þetta sal­at og Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heil­su­markþjálfi, alla jafna kölluð Jana, lag­ar þetta sal­at mjög oft og seg­ir rauðróf­urn­ar passa vel með sætu kart­öflu­bit­un­um.

Góm­sæta vetr­ar­sal­atið henn­ar Jönu er mat­ar­mikið, hollt og nær­ing­ar­ríkt. Þetta er sal­at sem þið fáið aldrei leið á. Það er ekki flókið að út­búa þetta sal­at og Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heil­su­markþjálfi, alla jafna kölluð Jana, lag­ar þetta sal­at mjög oft og seg­ir rauðróf­urn­ar passa vel með sætu kart­öflu­bit­un­um.

Það er ávallt gam­an að fylgj­ast með því sem Jana er að töfra fram á In­sta­gram-síðunni sinni hér.

Upplagt að fá sér salat í miðri viku fyrir sálina.
Upp­lagt að fá sér sal­at í miðri viku fyr­ir sál­ina. Ljós­mynd/​Jana

Vetr­ar­sal­atið henn­ar Jönu

  • 1 sæt kart­afla, skor­in í litla bita
  • 1 stór hrá rauðrófa eða 3 litl­ar, skor­in i litla bita
  • ólífu­olía, salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 bolli soðnar linsu­baun­ir
  • hand­fylli kletta­sal­at
  • hand­fylli græn­kál eða græn­káls­sprett­ur
  • 4 msk. saxaðar möndl­ur
  • 4 msk. sól­blóma­fræ og graskers­fræ ristuð létt á pönnu í 5 mín­út­ur
  • 4 msk. þurrkuð trönu­ber
  • 2 per­ur skorn­ar í litla bita
  • ½ krukka laktósa­frír sal­atost­ur
  • nokk­ur myntu­blöð
  • Sal­at­dress­ing eft­ir smekk (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Sjóðið lisu­baun­irn­ar þar til þær eru klár­ar eða í um 20 mín­út­ur (1 bolli þurr­ar lisu­baun­ir, 2 boll­ar vatn og smá græn­metiskraft­ur).
  2. Á meðan er gott að baka sætu kart­öflu- og rauðrófu­bit­ana
  3. Setjið bit­ana á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír  og dreifið smá ólífu­olíu, salti og pip­ar yfir bit­ana og bakið í um það bil 20 mín­út­ur í 200°C heit­um ofni.
  4. Þegar sætu kart­öflu -og rauðrófu­bitarn­ir eru bakaðir og linsu­baun­irn­ar eru soðnar, setjið þá allt sam­an í fal­lega og rúm­góða skál ásamt dress­ing­unni og hrærið vel sam­an. 
  5. Berið fram og njótið.

Sal­at­dress­ing

  • 5 msk. ólífu­olía
  • 1/​2 sítr­óna, saf­inn
  • 1 msk. hlyns­íróp eð önn­ur sæta
  • 1 tsk. sinn­ep
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í krukku sem þið eigið til lok á.
  2. Hristið dress­ing­una sam­an í lokaðri krukku.
mbl.is