„Stjörnuleikurinn var mjög erfiður á margan hátt því þar höfðum við öllu að tapa,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.
„Stjörnuleikurinn var mjög erfiður á margan hátt því þar höfðum við öllu að tapa,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.
„Stjörnuleikurinn var mjög erfiður á margan hátt því þar höfðum við öllu að tapa,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.
Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.
Blikar unnu mjög sannfærandi sigur í úrslitaleiknum á Víkingsvelli, 3:0, og voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
„Þar hefðum við getað misst frá okkur úrslitaleikinn, leikinn sem allir voru búnir að bíða eftir í fjögur ár,“ sagði Höskuldur.
„Maður fann það á mönnum að þeir voru í smá hlekkjum en við gerðum mjög vel með því að vinna þann leik sem var mjög sterkt, farandi inn í lokaleikinn. Frá því að sá leikur var flautaður af fann maður það hjá sjálfum sér og öllum í liðinu að við gátum farið hlekkjalausir inn í úrslitaleikinn.
Við sóttum í „keyra yfir andstæðinginn-hugmyndafræðina“ og sú lína var lögð átta dögum fyrir úrslitaleikinn. Menn fóru ekki út af þeirri línu og um leið og úrslitaleikurinn var flautaður á þá fann maður það strax að við vorum með þá,“ sagði Höskuldur meðal annars.
Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.