Norsk losun ekki minni síðan 1990

Loftslagsvá | 5. nóvember 2024

Norsk losun ekki minni síðan 1990

Losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi dróst saman um 4,7 prósent milli áranna 2022 og 2023 ef marka má tölfræði norsku hagstofunnar Statistisk sentralbyrå, SSB, og hefur ekki mælst minni frá því 1990 en á árinu sem leið. Eiga iðnfyrirtæki landsins þar stærstan hlut að máli við að draga úr umhverfisáhrifum sínum.

Norsk losun ekki minni síðan 1990

Loftslagsvá | 5. nóvember 2024

Norðmenn hafa ekki losað minna af gróðurhúsalofttegundum síðan árið 1990 …
Norðmenn hafa ekki losað minna af gróðurhúsalofttegundum síðan árið 1990 en eiga þó langt í land með þau markmið sem nú áttu að hafa náðst. AFP/Ed Jones

Losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi dróst saman um 4,7 prósent milli áranna 2022 og 2023 ef marka má tölfræði norsku hagstofunnar Statistisk sentralbyrå, SSB, og hefur ekki mælst minni frá því 1990 en á árinu sem leið. Eiga iðnfyrirtæki landsins þar stærstan hlut að máli við að draga úr umhverfisáhrifum sínum.

Losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi dróst saman um 4,7 prósent milli áranna 2022 og 2023 ef marka má tölfræði norsku hagstofunnar Statistisk sentralbyrå, SSB, og hefur ekki mælst minni frá því 1990 en á árinu sem leið. Eiga iðnfyrirtæki landsins þar stærstan hlut að máli við að draga úr umhverfisáhrifum sínum.

Í fyrra mældist heildarlosun landsins 2,3 milljónum tonna koltvísýringsgilda minni en 2022 og munar þar mest um minni losun frá almennum iðnaði og byggingarframkvæmdum, umferð og olíu- og gasvinnslu.

Frá þessu segir Trude Melby Bothner yfirráðgjafi SSB í samtali við norska ríkisútvarpið NRK og er spurður hvaða bransi fari í skammarkrókinn.

„Það er upphitun atvinnuhúsnæðis og heimila, þar hefur aukning orðið á losuninni,“ svarar ráðgjafinn og bætir því við að örvarnar vísi í rétta átt, losun í landinu sé á niðurleið í heildina.

Langt í land með helmingsmarkmið

Norsk stjórnvöld eru hins vegar á eftir áætlun við að draga úr orkunotkun við húshitun og hefur orkuskiptastofnunin Enova, sem heyrir undir norska umhverfisráðuneytið, sætt gagnrýni fyrir að forgangsraða gríðarstórum gæluverkefnum umfram að beita sér fyrir minni losun vegna húshitunar norsks almennings.

Þótt allt sé í áttina neyddist ríkisstjórn landsins til að gefa það út í nýliðnum októbermánuði að staða mála væri ekki í samræmi við þá áætlun að dregið skyldi úr losun um helming. Í „Grænbók“ um losunarmál var talan 26,3 prósent sett á blað en loku þó ekki fyrir það skotið að skilyrði Parísarsamkomulagsins um 55 prósenta niðurskurð landslosunar fyrir 2030 yrðu uppfyllt með því að kaupa losunarkvóta af öðrum ríkjum, nokkuð sem ákvörðun hafði verið tekin um að forðast í lengstu lög.

„Hvert tonn og hver tíund í átt að því að hægja á hnattrænni hlýnun telur,“ segir Tore O. Sandvik, loftslags- og umhverfisráðherra, við NRK og bætir því við að losunartölur þokist í rétta átt. Í framhaldinu þurfi þó aðgerðir, stýringu og pólitík til að ná markmiðinu auk þess sem koma þurfi á hvetjandi verðmætasköpun í atvinnulífinu fyrir samfélag lágmarkslosunar.

NRK

NRK-II (Norðmenn draga úr kjötáti)

NRK-III (Komast aðeins hálfa leið)

mbl.is