Nýtt kokkalandslið kynnt til leiks með pomp og prakt

Kokkalandsliðið | 5. nóvember 2024

Nýtt kokkalandslið kynnt til leiks með pomp og prakt

Í gær, mánudaginn 4. nóvember, kynnti Klúbbur matreiðslumeistara nýtt Kokkalandslið sem mun keppa á heimsmeistaramóti í matreiðslu fyrir Íslands hönd í nóvember árið 2026. Lið mun hefja æfingar af fullum krafti á nýju ári, í febrúar árið 2025. Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æfingakvöldverðir byrja í september á næsta ári.

Nýtt kokkalandslið kynnt til leiks með pomp og prakt

Kokkalandsliðið | 5. nóvember 2024

Klúbbur matreiðslumeistara kynnti til leiks nýtt kokkalandslið í gær. Fríður …
Klúbbur matreiðslumeistara kynnti til leiks nýtt kokkalandslið í gær. Fríður hópur kokka er á leið á heimsmeistaramótið í matreiðslu árið 2026 og mun Snædís Jónsdóttir þjálfa liðið og Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliðinn líkt og í síðustu keppni. Ljósmynd/Aðsend

Í gær, mánudaginn 4. nóvember, kynnti Klúbbur matreiðslumeistara nýtt Kokkalandslið sem mun keppa á heimsmeistaramóti í matreiðslu fyrir Íslands hönd í nóvember árið 2026. Lið mun hefja æfingar af fullum krafti á nýju ári, í febrúar árið 2025. Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æfingakvöldverðir byrja í september á næsta ári.

Í gær, mánudaginn 4. nóvember, kynnti Klúbbur matreiðslumeistara nýtt Kokkalandslið sem mun keppa á heimsmeistaramóti í matreiðslu fyrir Íslands hönd í nóvember árið 2026. Lið mun hefja æfingar af fullum krafti á nýju ári, í febrúar árið 2025. Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æfingakvöldverðir byrja í september á næsta ári.

„Við erum mjög spennt fyrir þessum nýja hópi, “ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

„Liðið er samsett af einstakri blöndu af reynslumiklum keppendum og  fagmönnum sem eru að byrja sinn keppnisferil. Við hlökkum til vinnunnar framundan er og erum bjartsýn á árangur á heimsmeistaramótinu.“

Hópurinn var hylltur upp á sviðið þegar liðið var kynnt …
Hópurinn var hylltur upp á sviðið þegar liðið var kynnt til leiks. Ljósmynd/Aðsend

Þessi skipa íslenska kokkalandsliðið

Hér má sjá hverjir skipa kokkalandsliðið sem mun keppa á næsta heimsmeistaramóti en þar eru hæfileikaríkir kokkar á ferð.

Fyrst eru það reynsluboltarnir í liðinu:

  • Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði (Múlakaffi),
  • Gabríel Kristinn Bjarnason (Expert),
  • Kristín Birta Ólafsdóttir (Grand hótel),
  • Jafet Bergmann Viðarsson (Torfhús),
  • Úlfar Örn Úlfarsson (Fröken Reykjavík),
  • Hugi Rafn Stefánsson (OTO),
  • Bjarki Snær Þorsteinsson (Dæinn).

Nýliðarnir sem eru að hefja keppnisferil sinn í fyrsta sinn innan landsliðsins:

  • Wiktor Pálsson (sjálfstætt starfandi),
  • Bjarni Ingi Sigurgíslason (Von, Hafnafirði),
  • Logi Helgason (Strikið, Akureyri),
  • Andrés Björgvinsson (Lúx veitingar),
  • Stefán Laufar (Múlakaffi)
  • Bianca Tiantian Zhang (Sandholt bakarí).

Ekki má gleyma aðstoðarmönnum liðsins sem oftast eru nemar í faginu en nú þegar eru fjórir nemar skráðir sem aðstoðarmenn en þeir eru:

  • Alexander Brynjarsson
  • Jakob Árni Kristinsson
  • Hákon Orri Stefánsson
  • Kjartan Bragi Jónsson

Snædís Jónsdóttir mun þjálfa liðið, en hún þjálfaði einnig liðið sem náði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í febrúar síðastliðinn. Snædís byrjaði sem aðstoðarmaður landsliðsins árið 2016, og var fyrirliði hópsins sem náði á verðlaunapall á Ólympíuleikunum árið 2020.

Snædís Jónsdóttir er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins.
Snædís Jónsdóttir er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og við ætlum okkur alla leið, það er ekkert minna í boði en að fara á verðlaunapall,“ segir Snædís með bros á vör.

Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.
Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir
mbl.is