Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar

Whitney Houston látin | 5. nóvember 2024

Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar

Yuja Wang og Víkingur Heiðar Ólafsson léku saman á tónleikum í Royal Festival Hall í Lundúnum nú á dögunum og heilluðu tónleikagesti með einstökum píanóleik sínum.

Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar

Whitney Houston látin | 5. nóvember 2024

Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.
Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.

Yuja Wang og Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son léku sam­an á tón­leik­um í Royal Festi­val Hall í Lund­ún­um nú á dög­un­um og heilluðu tón­leika­gesti með ein­stök­um pí­anó­leik sín­um.

Yuja Wang og Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son léku sam­an á tón­leik­um í Royal Festi­val Hall í Lund­ún­um nú á dög­un­um og heilluðu tón­leika­gesti með ein­stök­um pí­anó­leik sín­um.

Tón­leik­arn­ir seld­ust upp á skot­stundu og þurfti að bæta við sæt­um vegna gríðarlegs áhuga.

Tón­list­ar­gagn­rýn­andi The Guar­di­an, Flora Will­son, fer fögr­um orðum um pí­anó­leik­ar­ana í um­sögn sinni og gaf tón­leik­um þeirra fullt hús stiga, eða fimm stjörn­ur.

Will­son fjallaði um flutn­ing þeirra á tón­verk­um á borð við Wass­erkla­vier eft­ir ít­alska tón­skáldið Luciano Ber­io, Fant­as­íu Schuberts í f-moll fyr­ir fjór­hent pí­anó og Symp­honic Dances eft­ir rúss­neska tón­skáldið Ser­gei Rachman­in­off og sagði þau hafa spilað af full­kom­inni ná­kvæmni og gert áhorf­end­ur orðlausa með hæfi­leik­um sín­um.

Vík­ing­ur Heiðar og Yuja Wang, tveir af fær­ustu pí­anó­leik­ur­um sam­tím­ans, héldu tón­leika í Eld­borg í Hörpu þann 20. októ­ber síðastliðinn og end­ur­tóku leik­inn dag­inn eft­ir vegna mik­ill­ar aðsókn­ar. 

The Guar­di­an

mbl.is