Útlit fyrir að hallinn verði 17 milljörðum meiri

Fjárlög 2025 | 5. nóvember 2024

Útlit fyrir að hallinn verði 17 milljörðum meiri

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 20,7 milljörðum króna minni á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram. Heildarútgjöld lækka hins vegar um 3,1 milljarð frá áætlun frumvarpsins í endurmati sem ráðuneytið hefur kynnt fyrir fjárlaganefnd Alþingis.

Útlit fyrir að hallinn verði 17 milljörðum meiri

Fjárlög 2025 | 5. nóvember 2024

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 20,7 milljörðum króna minni á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram. Heildarútgjöld lækka hins vegar um 3,1 milljarð frá áætlun frumvarpsins í endurmati sem ráðuneytið hefur kynnt fyrir fjárlaganefnd Alþingis.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði um 20,7 milljörðum króna minni á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram. Heildarútgjöld lækka hins vegar um 3,1 milljarð frá áætlun frumvarpsins í endurmati sem ráðuneytið hefur kynnt fyrir fjárlaganefnd Alþingis.

Nú er því útlit fyrir að hallinn á ríkissjóði verði 58,6 milljarðar á næsta ári en áætlað var að hallinn yrði 41 milljarður þegar frumvarpið var lagt fram.

Endurmat ráðuneytisins á afkomu ríkissjóðs á næsta ári byggist m.a. á uppfærðri þjóðhagsspá. Vegna minnkandi umsvifa í efnahagslífinu er nú reiknað með að tekjur af virðisaukaskatti verði 12,5 milljörðum kr. minni en ráð var fyrir gert.

Njáll Trausti Friðbertsson formaður fjárlaganefndar segir um endurmat ráðuneytisins sem kynnt var í fjárlaganefnd í gær, að ef litið sé á stóru myndina í ríkisfjármálunum sé ekki um miklar breytingar að ræða á afkomuhorfunum fyrir næsta ár og hvað varðar það aðhald og önnur markmið í ríkisfjármálunum sem stefnt er að.

„Tekjurnar minnka þar sem umsvifin minnka í samfélaginu og það er að hægjast á,“ segir hann, „en við horfum bara bjartsýn fram á að ná þessari mjúku lendingu með lækkandi vaxtastigi og minnkandi verðbólgu sem hefur verið stefnt að,“ segir Njáll Trausti.

Á útgjaldahliðinni er m.a. gert ráð fyrir nýjum og auknum verkefnum fyrir 8,6 milljarða, sem lagt er til að komi til framkvæmda á árinu 2025. Er þeim mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði upp á sömu fjárhæð.

Útlit er fyrir að skuldir ríkissjóðs verði 32,5% af vergri landsframleiðslu í lok næsta árs en gert var ráð fyrir að hlutfallið yrði 31,4% í fjárlagafrumvarpinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is