Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist í samtali við ViðskiptaMoggann hafa gert ýmsar breytingar síðan hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Þær eigi þátt í þeim umskiptum sem hann segir að orðin séu á fjármálum borgarinnar.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist í samtali við ViðskiptaMoggann hafa gert ýmsar breytingar síðan hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Þær eigi þátt í þeim umskiptum sem hann segir að orðin séu á fjármálum borgarinnar.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist í samtali við ViðskiptaMoggann hafa gert ýmsar breytingar síðan hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Þær eigi þátt í þeim umskiptum sem hann segir að orðin séu á fjármálum borgarinnar.
Ein breytingin snýr að fjárhagsáætlanagerðinni.
„Við höfum breytt því hvernig við gerum fjárhagsáætlun. Áætlunin sem kynnt er í dag er mín fyrsta sem borgarstjóri. Við höfum innleitt nýtt verklag við gerð hennar, svokallaða núllgrunnsáætlun sem krefur svið borgarinnar um að forgangsraða lögbundnum verkefnum fyrst. Áður fyrr var það þannig að sviðin, sjö að tölu, fengu ákveðinn útgjaldaramma. Svo komu óskir um viðbætur á milli ára vegna ýmissa ástæðna. Á miðju ári bættust svo við nýjar óskir vegna nýrra verkefna eða framúrkeyrslu. Þá var sótt í sjóð sem haldið var eftir miðlægt. Núna áætlum við útgjaldasvigrúm borgarinnar í heild og deilum niður á sviðin en höldum engu eftir miðlægt. Sviðin þurfa þá að forgangsraða verkefnum og gera ráð fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Þau verkefni sem ekki rúmast innan útgjaldasvigrúmsins lenda þá fyrir neðan strik því við höfum sett okkur markmið um að hætta hallarekstri. Markmiðið er að reka A-hlutann réttum megin við núllið. Hvert svið ber ábyrgð á sínum rekstri og það er ekki í neina viðbótarsjóði að sækja,“ segir Einar.
Hann leggur áherslu á að stefnan sé að draga úr lántöku og greiða niður skuldir. Vaxa út úr vandanum.
„Við erum hér með stefnu um að draga úr lántöku og auka veltufé frá rekstri þannig að við þurfum ekki að taka lán eða draga úr hlutfalli þeirra fjárfestinga sem fjármögnuð eru með lánum. Það er að takast. Veltufé frá rekstri er að styrkjast mjög mikið og allir okkar helstu fjármálalegu mælikvarðar eru komnir á grænt sem gleður okkur framsóknarfólk ógurlega mikið.“
Einar nefnir þar sem dæmi að hlutfall launakostnaðar sem á samkvæmt áætlun að vera undir 80% er nú í 79% og fer lækkandi. Lántaka sem hlutfall af fjárfestingum á að vera undir 70% en fer á næsta ári niður í 65% að sögn borgarstjórans.
Skuldaviðmið er að hans sögn langt undir 100% í A-hlutanum og borgin verður með 10 milljarða í handbært fé eftir árið í ár. Þá bætir Einar því við að efnahagsreikningur borgarinnar muni á næsta ári fara yfir eitt þúsund milljarða króna með 45% eiginfjárhlutfalli.
Greinin birtist í ViðskiptaMogganum sem kom út í dag.