Hafa skýrt og afdráttarlaust umboð

Kjaraviðræður | 6. nóvember 2024

Hafa skýrt og afdráttarlaust umboð

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur skýrt og afdráttarlaust samningsumboð fyrir hönd sveitarfélaganna við samningsborðið í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands (KÍ).

Hafa skýrt og afdráttarlaust umboð

Kjaraviðræður | 6. nóvember 2024

SÍS harmar stöðuna sem upp er komin í deilunni.
SÍS harmar stöðuna sem upp er komin í deilunni. mbl.is/Golli

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur skýrt og afdráttarlaust samningsumboð fyrir hönd sveitarfélaganna við samningsborðið í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands (KÍ).

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur skýrt og afdráttarlaust samningsumboð fyrir hönd sveitarfélaganna við samningsborðið í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands (KÍ).

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, en með henni er verið að bregðast við ummælum sem formaður KÍ viðhafði í viðtali við mbl.is fyrr. Þar sagði hann umboð samninganefndarinnar ekki nógu sterkt.

„Umboðið er alveg skýrt og afdráttarlaust og lýsir stjórn Sambandsins yfir fullu trausti til samninganefndarinnar,“ segir í yfirlýsingunni.

Harma stöðuna sem upp er komin

Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að samninganefnd SÍS hefði ekki nógu sterkt umboð til að geta komið til samningaborðsins á þann hátt sem KÍ myndi vilja. Aðkomu stjórnmálamanna þyrfti til að leysa deiluna.

„Stjórn Sambandsins harmar þá stöðu sem er komin upp og áhrif verkfalla á börn og foreldra um allt land. Stjórnin ítrekar samningsvilja Sambandsins og vonast eftir að aðilar nái saman um lausn kjaradeilunnar,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

mbl.is