Melania Trump hefur ávallt þótt smekkleg til fara að mati tískuspekinga heimsins, bæði í kosningabaráttunni síðustu mánuði og þegar hún var forsetafrú. Í gærkvöldi vakti hún mikla athygli í grárri pilsadragt við svarta hælaskó og sérstaklega þar sem hún lét liti ameríska fánans vera á meðan eiginmaður hennar var með eldrautt bindi.
Melania Trump hefur ávallt þótt smekkleg til fara að mati tískuspekinga heimsins, bæði í kosningabaráttunni síðustu mánuði og þegar hún var forsetafrú. Í gærkvöldi vakti hún mikla athygli í grárri pilsadragt við svarta hælaskó og sérstaklega þar sem hún lét liti ameríska fánans vera á meðan eiginmaður hennar var með eldrautt bindi.
Melania Trump hefur ávallt þótt smekkleg til fara að mati tískuspekinga heimsins, bæði í kosningabaráttunni síðustu mánuði og þegar hún var forsetafrú. Í gærkvöldi vakti hún mikla athygli í grárri pilsadragt við svarta hælaskó og sérstaklega þar sem hún lét liti ameríska fánans vera á meðan eiginmaður hennar var með eldrautt bindi.
Á bak við hverja kosningabaráttu starfa fjölmargir við að hjálpa til með stíliseringu, fatnað, útlit og annað sem því tengist og má því gera ráð fyrir að búið sé að úthugsa útlit hennar gjörsamlega.
Á kosningakvöldinu sjálfu, eða í gærkvöldi, klæddist Trump grárri ullardragt frá franska tískuhúsinu Christian Dior en það er eitt af uppáhaldsfatamerkjum hennar. Dragtin er úr tweed-ofinni 100% ull í ljósgráum lit. Jakkinn er tvíhnepptur og staðsetning vasanna leggur áherslu á mittið. Pilsið er úr sama efni og jakkinn og er sniðið á því beint. Pilsið náði um miðjan kálfa Trump.
Dragtin er framleidd í Frakklandi. Jakkinn kostar rúmar 595 þúsund krónur og pilsið tæpar 320 þúsund krónur samkvæmt heimasíðu Christian Dior.