„Þá leita hugurinn og sálin alltaf til bróður míns“

Dagmál | 6. nóvember 2024

„Þá leita hugurinn og sálin alltaf til bróður míns“

„Hann á risahlutdeild í mér og því sem ég hef fengið að afreka í boltanum,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Þá leita hugurinn og sálin alltaf til bróður míns“

Dagmál | 6. nóvember 2024

„Hann á risahlutdeild í mér og því sem ég hef fengið að afreka í boltanum,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Hann á risahlutdeild í mér og því sem ég hef fengið að afreka í boltanum,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Hann lifir í hjartanu

Höskuldur missti bróður sinn, Hákon Guttorm Gunnlaugsson, í ágúst árið 2019 en Hákon var og er hans helsta fyrirmynd í lífinu í dag.

„Hann lifir í hjartanu, sérstaklega í þeim leikjum þar sem er mikið undir og maður þarf andlegan styrk, þá leita hugurinn og sálin alltaf til bróður míns,“ sagði Höskuldur.

„Maður sækir alltaf ákveðið öryggi, traust og trú til hans,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hákon Guttormur Gunnlaugsson og Höskuldur Gunnlaugsson á góðri stundu.
Hákon Guttormur Gunnlaugsson og Höskuldur Gunnlaugsson á góðri stundu. Ljósmynd/Facebook
mbl.is