Yfir 500 milljarða hagnaður hjá Novo Nordisk

Ozempic | 6. nóvember 2024

Yfir 500 milljarða hagnaður hjá Novo Nordisk

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk, sem framleiðir sykursýkis- og offitulyfin Ozempic og Wegovy, hefur birt jákvæðar afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið takmörkunum háð.

Yfir 500 milljarða hagnaður hjá Novo Nordisk

Ozempic | 6. nóvember 2024

Sykursýkislyfið Ozempic sem Novo Nordisk framleiðir.
Sykursýkislyfið Ozempic sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk, sem framleiðir sykursýkis- og offitulyfin Ozempic og Wegovy, hefur birt jákvæðar afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið takmörkunum háð.

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk, sem framleiðir sykursýkis- og offitulyfin Ozempic og Wegovy, hefur birt jákvæðar afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið takmörkunum háð.

Fyrirtækið, sem er það verðmætasta í Evrópu og það sem helst knýr danskan efnahag áfram, segist búast við því að sala ársins 2024 verði 23 til 27 prósentum meiri en á síðasta ári.

Hagnaður jókst um 21 prósent 

Novo Nordisk segir hagnaðinn hafa aukist um 21 prósent frá júlí þangað til í september. Nam hann 27,3 milljörðum danskra króna, eða um 566 milljörðum íslenskra króna.

Forstjóri Novo Nordisk, Lars Fruergaard Jorgensen.
Forstjóri Novo Nordisk, Lars Fruergaard Jorgensen. AFP/Chip Somodevilla

Stóraukin sala á Ozempic og Wegovy

Sala á Wegovy, sem hefur verið samþykkt sem offitulyf í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi, Kína og Bandaríkjunum, jókst um 42 prósent fyrstu níu mánuði ársins.

Sala fyrirtækisins á Ozempic, sykursýkislyfi sem hefur notið vinsælda sem megrunarlyf, jókst um 54 prósent á sama tíma.

Offita er alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og hefur áhrif á 900 milljónir manna um allan heim, þar á meðal yfir 40% fólks í Bandaríkjunum og næstum fjórðung Evrópubúa.

mbl.is