Gerðu umfangsmikla drónaárás á Kænugarð

Úkraína | 7. nóvember 2024

Gerðu umfangsmikla drónaárás á Kænugarð

Rússar gerðu enn eina umfangsmikla drónaárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt.

Gerðu umfangsmikla drónaárás á Kænugarð

Úkraína | 7. nóvember 2024

Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Kænugarði í morgun eftir árásir …
Úkraínskir slökkviliðsmenn að störfum í Kænugarði í morgun eftir árásir Rússa. AFP/Genya Savilov

Rússar gerðu enn eina umfangsmikla drónaárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt.

Rússar gerðu enn eina umfangsmikla drónaárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt.

Tveir slösuðust, byggingar skemmdust og eldur kviknaði í þó nokkrum hverfum, að því er úkraínsk yfirvöld greindu frá.

Rússar hafa ítrekað gert árás á Kænugarð með drónum og flugskeytum síðan þeir hófu innrás sína í Úkraínu fyrir næstum þremur árum síðan, eða 24. febrúar 2022.

Þessi ljósmynd sýnir fugla fljúga í burtu á sama tíma …
Þessi ljósmynd sýnir fugla fljúga í burtu á sama tíma og reykur stígur upp eftir drónaárás Rússa í nótt. AFP/Sergei Supinsky

Drónaárásir voru gerðar á borgina í sex daga, fyrstu vikuna í nóvember, og í 20 daga í október, að sögn embættismanna.

„Árásin var gerð í bylgjum, úr mismunandi áttum, með drónum sem komust inn í borgina úr mismunandi hæð – bæði lítilli og mikilli,“ sögðu borgaryfirvöld.

Fram kom að 36 drónar hefðu verði skotnir niður yfir höfuðborginni og nærliggjandi svæðum og að brak hefði fallið niður á sex hverfi í Kænugarði með þeim afleiðingum að tveir slösuðust.

mbl.is