Hafa opnað eldið upp á gátt

Fiskeldi | 7. nóvember 2024

Hafa opnað eldið upp á gátt

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Vestfjörðum hefur ákveðið að auka gagnsæi starfseminnar og birtir nú á vef sínum ítarlegar upplýsingar um hvert eldissvæði sem félagið er með í rekstri. Gerðar eru aðgengilegar til að mynda eftirlitsskýrslur Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar.

Hafa opnað eldið upp á gátt

Fiskeldi | 7. nóvember 2024

Arctic Fish hefur ákveðið að gera fjölbreytt gögn um starfsemi …
Arctic Fish hefur ákveðið að gera fjölbreytt gögn um starfsemi fiskeldisfyrirtækisins aðgengileg almenningi á heimasíðu félagsins. Ljósmynd/Arctic Fish

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Vestfjörðum hefur ákveðið að auka gagnsæi starfseminnar og birtir nú á vef sínum ítarlegar upplýsingar um hvert eldissvæði sem félagið er með í rekstri. Gerðar eru aðgengilegar til að mynda eftirlitsskýrslur Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar.

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Vestfjörðum hefur ákveðið að auka gagnsæi starfseminnar og birtir nú á vef sínum ítarlegar upplýsingar um hvert eldissvæði sem félagið er með í rekstri. Gerðar eru aðgengilegar til að mynda eftirlitsskýrslur Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar.

„Það er mjög mikið eftirlit með okkur og svo erum við með ASC vottanir. MAST (Matvælastofnun) hefur gert mjög vel í því að safna upplýsingum á einn stað en það er þó ekki allt [sem er birt í mælaborði fiskeldis],“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, í Morgunblaðinu í dag.

„Við teljum okkur ekki hafa neitt að fela og þeir sem vilja kynna sér starfsemi okkar geta þá bara farið inn á heimasíðu okkar og skoðað hvað við erum að gera. Þar er hægt að smella á viðkomandi eldissvæði og er þá hægt að skoða allar botnsýnatökur, allar eftirlitsskýrslu MAST og upplýsingar sem við þurfum að veita vegna ASC vottunarinnar,“ segir Daníel.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is