Meistarabarþjóninn Leó keppti  í London

Drykkir | 7. nóvember 2024

Meistarabarþjóninn Leó keppti  í London

Meistarabarþjónninn Leó Snæfeld hélt á vit ævintýranna í RED HANDS-keppnina sem fór fram í Campari House í London í síðustu viku.

Meistarabarþjóninn Leó keppti  í London

Drykkir | 7. nóvember 2024

Leó Snæfeld blandar drykkinn og Bonnie Bonella frá Duck and …
Leó Snæfeld blandar drykkinn og Bonnie Bonella frá Duck and Cove í Danmörku blandar sigurkokteilinn sinn. Samsett mynd

Meistarabarþjónninn Leó Snæfeld hélt á vit ævintýranna í RED HANDS-keppnina sem fór fram í Campari House í London í síðustu viku.

Meistarabarþjónninn Leó Snæfeld hélt á vit ævintýranna í RED HANDS-keppnina sem fór fram í Campari House í London í síðustu viku.

Leó hefur gert garðinn frægan sem yfirbarþjónn á Sumac, færði sig síðan yfir á Ömmu Don sem er kokteilstaður á Michelin-stjörnu veitingastaðnum ÓX. Þar fór hann heldur betur á kostum og heillað gesti með sínum ljúffengum kokteilum. Nú hefur hann yfirgefið Ömmu Don í bili og er kominn í nám.

Leó hefur gert garðinn frægan sem yfirbarþjónn á barnum Ömmu …
Leó hefur gert garðinn frægan sem yfirbarþjónn á barnum Ömmu Don sem er inni á veitingastaðnum ÓX við Laugaveginn. Ljósmynd/Aðsend

Alls kepptu 9 barþjónar

Keppnin RED HANDS er virt í heimi barþjóna og alls kepptu níu barþjónar til úrslita, frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Írlandi, Póllandi og einn frá Eystrasaltslöndunum og einn Jóker var valinn aukalega frá Danmörku. Leó sagði keppendur hafa verið mjög fjölbreytta og var til að mynda brasilískur barþjónn að keppa fyrir Danmörku. Íslendingurinn Guðmar Rögnvaldsson keppti fyrir Ruda bar í Noregi og þar fram eftir götunum sem gerði keppnina skemmtilega.

„Keppnin hófst á flottu námskeiði „The Art of Hospitality“ þar sem kennarar voru meistarabarþjónarnir Ago Perrone og Giorgio Bargiani frá hinum virta Connaught bar í London sem er í 13. sæti yfir bestu bari heims á lista The World´s 50 Best Bars,“ segir Leó.

„Úrslitakeppnina dæmdu stórstjörnurnar Monica Berg frá Tayer and Elementary í London sem var valinn fjórði besti bar í heiminum árið 2024 og er þekktur fyrir hágæða kokteila á krana ásamt því að nota ávallt árstíðabundin hráefni og áðurnefndur Ago Perrone. Ekki láta barsnarlið fram hjá ykkur fara ef þið heimsækið þessa bari. Keivan Nemati frá Campari var þriðji dómarinn,“ bætir Leó við.

Danmörk tók bikarinn

Bonnie Bonella frá Duck and Cover í Kaupmannahöfn sem hefur getið sér mjög gott orð sem einn besti kokteilbar í Danmörku sigraði. 

Bonnie Bonella frá Duck and Cover í Kaupmannahöfn sigraði keppnina …
Bonnie Bonella frá Duck and Cover í Kaupmannahöfn sigraði keppnina en staðurinn hefur getið sér mjög gott orð sem einn besti kokteilbar í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend
Leó í góðum félagsskap með keppendum og dómurum.
Leó í góðum félagsskap með keppendum og dómurum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is