Saksóknari staðfestir hæfi lögreglustjórans

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. nóvember 2024

Saksóknari staðfestir hæfi lögreglustjórans

Ríkissaksóknari metur lögreglustjórann á Suðurnesjum hæfan til þess að fara með rannsókn á banaslysi er varð í Grindavík 10. janúar þegar Lúðvík Pétursson lést í vinnuslysi. 

Saksóknari staðfestir hæfi lögreglustjórans

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. nóvember 2024

Ríkissaksóknari metur lögreglustjórann á Suðurnesjum hæfan til þess að fara með rannsókn á banaslysi er varð í Grindavík 10. janúar þegar Lúðvík Pétursson lést í vinnuslysi. 

Ríkissaksóknari metur lögreglustjórann á Suðurnesjum hæfan til þess að fara með rannsókn á banaslysi er varð í Grindavík 10. janúar þegar Lúðvík Pétursson lést í vinnuslysi. 

Þetta varð niðurstaða ríkissaksóknara eftir að honum barst erindi tveggja lögmanna þar sem hæfi lögreglustjórans er dregið í efa.  

„Eftir að hafa kynnt sér atvik málsins, einkum út frá rannsóknargögnum sem þegar liggja fyrir, og með hliðsjón af hlutverki lögreglustjórans og ríkislögreglustjóra samkvæmt almannavarnarlögum, telur ríkissaksóknari lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki skorta hæfi til rannsóknar málsins,“ segir í niðurstöðu ríkissaksóknara. 

mbl.is