Tveir nemendur menntaskólans Alléskolan í Hallsberg í Svíþjóð voru stungnir með hnífi í dag. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og hefur skólahald verið lagt niður.
Tveir nemendur menntaskólans Alléskolan í Hallsberg í Svíþjóð voru stungnir með hnífi í dag. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og hefur skólahald verið lagt niður.
Tveir nemendur menntaskólans Alléskolan í Hallsberg í Svíþjóð voru stungnir með hnífi í dag. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og hefur skólahald verið lagt niður.
Sænska ríkisútvarpið, SVT, greinir frá þessu en atvikið átti sér stað á skólalóðinni. Skólastarfi hefur verið hætt en skólinn áformar að opna aftur á morgun.
Á heimasíðu skólans kemur fram að alvarlegt atvik hafi átt sér stað í skólanum.
„Tveir nemendur voru stungnir og hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Atvikið átti sér stað á skólalóðinni,“ segir á vef skólans en ekki er vitað um líðan þeirra sem urðu fyrir hnífstungunum.
Lögreglan var fljót á vettvang og hefur girt svæðið af og rætt við vitni.
„Þegar við komum á vettvang fundum við tvo slasaða sem hafa nú verið fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl,“ segir Evelina Åström, talsmaður lögreglunnar við Aftonbladet. Hún vildi ekki tjá sig um hvort einhverjir séu grunaðir um verknaðinn.