Viðræður komi í veg fyrir „eyðileggingu“ Úkraínu

Úkraína | 7. nóvember 2024

Viðræður komi í veg fyrir „eyðileggingu“ Úkraínu

Yfirmaður öryggisráðs Rússlands, Sergei Shoigu, sagði í morgun að Vesturlönd stæðu frammi fyrir vali um að annaðhvort ræða við Rússa um Úkraínu eða að halda áfram með „eyðileggingu“ þjóðarinnar.

Viðræður komi í veg fyrir „eyðileggingu“ Úkraínu

Úkraína | 7. nóvember 2024

Sergei Shoigu í september síðastliðnum.
Sergei Shoigu í september síðastliðnum. AFP/Alexei Danichev

Yfirmaður öryggisráðs Rússlands, Sergei Shoigu, sagði í morgun að Vesturlönd stæðu frammi fyrir vali um að annaðhvort ræða við Rússa um Úkraínu eða að halda áfram með „eyðileggingu“ þjóðarinnar.

Yfirmaður öryggisráðs Rússlands, Sergei Shoigu, sagði í morgun að Vesturlönd stæðu frammi fyrir vali um að annaðhvort ræða við Rússa um Úkraínu eða að halda áfram með „eyðileggingu“ þjóðarinnar.

„Núna þegar staðan í bardögunum er ekki hliðholl Kænugarði þá standa Vesturlönd frammi fyrir vali: Annaðhvort halda áfram með fjármögnun (Úkraínu) og eyðileggingu úkraínsku þjóðarinnar eða að viðurkenna raunveruleikann og hefja samningaviðræður,“ sagði Shoigu, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Rússlands, á fundi hernaðarbandalaga fyrrverandi ríkja Sovétríkjanna.

mbl.is