Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Þátturinn var sýndur í streymi hér á mbl.is klukkan 14 í dag en upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.
Bjarni tók við embætti forsætisráðherra þegar Katrín Jakobsdóttir vék úr ríkisstjórn í vor sem leið og skellti sér í baráttuna um embætti forseta Íslands.
Síðan þá hefur mikið gengið á á stjórnarheimilinu og lyktaði því gjörningaveðri með því að Bjarni sleit stjórnarsamstarfinu og boðaði í kjölfarið til kosninga sem haldnar verða 30. nóvember.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur flökkt talsvert síðustu vikur en flokknum hefur reynst erfitt að halda í þann árangur sem kom fram í könnunum í kjölfar þess að stjórninni var slitið.
Í þættinum er ljósi varpað á það hvort Bjarna sé að takast að snúa stöðunni sér í hag eður ei þegar Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu fór yfir nýjustu tölur úr skoðanakönnun Prósens og rýndi í þróun mála.
Þá mættu tveir fréttamenn RÚV í settið og ræddu helstu fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar. Það voru þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir.
Um sneisafullan þátt er að ræða af áhugaverðum fréttum og lifandi umræðu um mikilvægustu málefni Íslands.
Fylgist með Spursmálum á mbl.is klukkan 14 tvisvar í viku fram að kosningum; á þriðjudögum og föstudögum.