Bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn

Fjárlög 2025 | 8. nóvember 2024

Bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn áður en Alþingi verður slitið en stefnt er að það verði gert um miðjan mánuðinn.

Bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn

Fjárlög 2025 | 8. nóvember 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn áður en Alþingi verður slitið en stefnt er að það verði gert um miðjan mánuðinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra bindur vonir við að koma fjárlögunum í gegn áður en Alþingi verður slitið en stefnt er að það verði gert um miðjan mánuðinn.

„Þingið er með fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar og ég veit ekki annað en að það sé verið að vinna að því og ég vona að það gangi eftir. Það er mikilvægt að klára þau eins lítið breytt eins og við lögðum upp með til þess að sýna fram á það aðhald sem fjárlögin eru í, sem eru næg til að lækka verðbólgu og vexti,“ sagði Sigurður Ingi við mbl.is eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.

Sigurður Ingi segir að vaxtalækkunarferlið sé hafið og innan tíðar verði tekin ný ákvörðun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans um stýrivexti. Hann segir einn lið í því sé að ganga frá fjárlögunum og tryggja þau með sambærilegum hætti eins og þau hafi verið lögð fram.

„Ég held að næsta vika eigi að fara í þetta á þinginu. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt annað,“ segir fjármálaráðherra.

mbl.is