Björn Skúlason fékk skóstuðning úr óvæntri átt

Fatastíllinn | 8. nóvember 2024

Björn Skúlason fékk skóstuðning úr óvæntri átt

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins efndu til kosn­inga­fund­ar með for­mönn­um flokka í gær þar sem reynt var að varpa ljósi á framtíðar­sýn at­vinnu­lífs­ins og áhersl­ur ólíkra flokka. Það var þó ekki bara rætt um verðbólgu og verðbólguspá því klæðaburður Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands bar á góma. Var þá sérstaklega rætt hvort Björn hafi mátt mæta í brúnum skóm þegar hann hitti Friðrik Danakonung og Mary Danadrottningu í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar á dögunum. 

Björn Skúlason fékk skóstuðning úr óvæntri átt

Fatastíllinn | 8. nóvember 2024

Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu Tómasdóttur og …
Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni í Kaupmannahöfn. Skóval Björns vakti athygli. Samsett mynd

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins efndu til kosn­inga­fund­ar með for­mönn­um flokka í gær þar sem reynt var að varpa ljósi á framtíðar­sýn at­vinnu­lífs­ins og áhersl­ur ólíkra flokka. Það var þó ekki bara rætt um verðbólgu og verðbólguspá því klæðaburður Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands bar á góma. Var þá sérstaklega rætt hvort Björn hafi mátt mæta í brúnum skóm þegar hann hitti Friðrik Danakonung og Mary Danadrottningu í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar á dögunum. 

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins efndu til kosn­inga­fund­ar með for­mönn­um flokka í gær þar sem reynt var að varpa ljósi á framtíðar­sýn at­vinnu­lífs­ins og áhersl­ur ólíkra flokka. Það var þó ekki bara rætt um verðbólgu og verðbólguspá því klæðaburður Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu Tómasdóttur forseta Íslands bar á góma. Var þá sérstaklega rætt hvort Björn hafi mátt mæta í brúnum skóm þegar hann hitti Friðrik Danakonung og Mary Danadrottningu í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar á dögunum. 

Gestir á kosningafundinum voru sammála um að brúnir skór væru málið og í raun betri en svartir. Gantaðist Ísak Ernir Rúnarsson forstöðumaður hjá SA um að þetta væri ótvíræð stuðningsyfirlýsing við forsetagæjann Björn. 

Það getur vel verið að gestum í Grósku hafi fundist þetta í lagi en samkvæmt erlendum hefðum þá er alger afleikur að klæðast brúnum skóm þegar virðulegt fólk hittist. Hjörvar Hafliðason hlaðvarpsstjarna í hlaðvarpinu  Dr. Football nefndi í þætti sínum að Björn Skúlason hefði stolið stílnum af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta árið 2016 þegar allir og amma þeirra klæddust dökkbláum jakkafötum við brúna skó. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, hittu …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, hittu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og eiginkonu hans Brigitte Macron. Hér er Björn í brúnum skóm og þótti það ekki nógu gott ef horft er á hefðir úti í hinum stóra heimi. AFP/Stephane de Sakutin

Flestir vildu fara með Þorgerði á eyðieyju

Það var fleira rætt á þessum hressilega kosningafundi Samtaka atvinnulífsins því þar var salurinn spurður að því með hverjum fólk vildi festast með á eyðieyju. Þar skoraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar flest stig og í öðru sæti var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Hægt er að horfa á fundinn hér fyrir neðan: 

mbl.is