FKA kallar eftir tilnefningum

Viðskiptalífið | 8. nóvember 2024

FKA kallar eftir tilnefningum

Félag kvenna í atvinnulífinu kallar eftir tilnefningum frá almenningu og atvinnulífinu fyrir árlega viðurkenningarhátíð félagsins. 

FKA kallar eftir tilnefningum

Viðskiptalífið | 8. nóvember 2024

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja …
Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi Dineout hlutu viðurkenningar FKA í byrjun þessa árs. Ljósmynd/Silla Páls

Félag kvenna í atvinnulífinu kallar eftir tilnefningum frá almenningu og atvinnulífinu fyrir árlega viðurkenningarhátíð félagsins. 

Félag kvenna í atvinnulífinu kallar eftir tilnefningum frá almenningu og atvinnulífinu fyrir árlega viðurkenningarhátíð félagsins. 

Fram kemur í tilkynninfu að FKA viðurkenningarhátíðin sé haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Tekið er á móti tilnefningum til og með 21. nóvember næstkomandi.

Dómnefnd skipuð sjö aðilum mun fara yfir allar tilnefningar og verða úrslit kynnt á hátíðinni sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík 29. janúar 2025.

Dómnefnd velur konur sem hljóta viðurkenningar í þremur flokkum – þakkarviðurkenningu, viðurkenningu og hvatningarviðurkenningu.

Félagið leggur áherslu á að fá nöfn ólíkra kvenna á lista til þess er að vekja athygli á flottum fyrirmyndum og fjölbreyttum hópi kvenna af öllu landinu, með ólíkan bakgrunn og reynslu.

Hægt er að tilnefna konur með því að smella hér.

mbl.is