Á dögunum var einstakur pop-up viðburður haldinn á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætti og sýndi listir sínar í eldhúsinu.
Á dögunum var einstakur pop-up viðburður haldinn á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætti og sýndi listir sínar í eldhúsinu.
Á dögunum var einstakur pop-up viðburður haldinn á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætti og sýndi listir sínar í eldhúsinu.
Um var að ræða viðburð þar sem boðið var upp á nýstárlega matarupplifun sem aldrei hefur sést áður á Íslandi. Í teyminu voru matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa en þeir eiga og reka veitingastaðinn í Stokkhólmi saman.
„Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og var fullbókað bæði kvöldin, gestirnir voru í skýjunum með matinn og stemningin var virkilega góð,“ segir Sigurður Laufdal yfirkokkur á OTO.
„Lars, Max og John voru yfir sig hrifnir af Íslandi, við fórum með þá meðal annars út að borða á veitingastöðunum ÓX, Skál og OTO. Þeim fannst maturinn og upplifunin vera framúrskarandi. Síðan böðuðum við þá vel í Hvammsvík og Sky Lagoon, þeir fóru sem sagt til baka ástfangnir af Íslandi. Nú er í bígerð að OTO verði með pop up á staðnum þeirra í Stokkhólmi,“ segir Sigurður og er þegar orðinn spenntur fyrir komandi tímum í Svíþjóð.
Myndirnar lýsa vel stemningunni sem ríkti á OTO síðustu helgi.